Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
hafnar haustið 1751. Margar bækur hans og handrit urðu eftir á
Islandi í ýmissa manna höndum, t.d. kvaðst hann eiga lækninga-
bók hjá séra Halldóri í Vík. í Arnasafni í Kaupmannahöfn eru
varðveitt nokkur sendibréf, sem fóru á milli þeirra kunn-
ingjanna, flest þó í útdrætti eða uppkasti. Þar mun vera tals-
verðan fróðleik að finna, en því miður hafa þau verið utan
seilingar við samantekt þessa.3
í handrita- og skjalasöfnum er til slæðingur af embættis- og
einkabréfum Halldórs Jónssonar, auk afrita af bréfum til hans.
Þó að hvert þeirra um sig sé ekki ýkja fróðlegt, geta þau
sameiginlega varpað nokkru ljósi á æviferil mannsins. Hins
vegar er ekki kostur á að birta þau hér.4
Úr œvisögu. Jóns prófasts Steingrímssonar
Þeir Halldór Jónsson og Jón Steingrímsson voru samtíða í
Hólaskóla tvö ár, 1744—1746. Jón var fimm árum yngri, fædd-
ur 1728. í ævisögu hans eru ómetanlegar lýsingar frá dvölinni á
Hólum, þó að hann fjalli ekki sérstaklega um Halldór frænda
sinn þar.1 Vorið 1751 var Jón vígður djákni til Reynistaðar-
þinga, en prestur þar var þá síra Eyjólfur Bjarnason. Á jólaföstu
sama ár höfðu þeir brauðaskipti síra Eyjólfur og Halldór
Jónsson á Þingeyrum. í ársbyrjun 1752 gerði svo síra Halldór
brúðkaup til Salvarar Þórðardóttur í Vík, og settist þar að. Jón
Steingrímsson segir svo frá:
Tveir prestar þénuðu þar, einn eftir annan, í minni tíð.
3 Uppköst Jóns Ólafssonar að bréfum til síra Halldórs, eru í JS 124 fol. og
AM 996 4to. Utdrættir úr bréfum Halldórs eru í AM 995 4to, auk þess er
eitt bréf frá árinu 1757 í frumriti, í AM 1038 4to. Sjá bók Jóns Helgasonar:
Jón Ólafsson frá Grunnavík (Kmh. 1926).
4 Auk bréfa í Þjóðskjalasafni (biskupsskjalasafni og kirknaskjölum), má
benda á eftirtalin handrit: Lbs. 298 fol., Lbs. 4271 4to og ÍBR 120 8vo.
1 Sjá Ævisöguna (Rvík 1973), bls. 54—71 og 325—332.
72