Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 75
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Hafði ég af báðum gott, þó með misjöfnum hætti. Sá fyrri
hét síra Eyjólfur Bjarnason, einn með þeim beztu söng-
mönnum og prédikurum; brúkaði tóbak upp í sig, en þá
hann brast það um embættisgerð gat hann ei pronuncier-
að eður tónað fyrir ólundargeispum, og þar eftir fór
prédikunin. Eg kvaldist hér af oftlega og sór Guði eið
með sjálfum mér, að ef mér auðnaðist nokkurn tíma að
verða prestur, þá skyldi ég aldrei brúka tóbak um embætt-
isgerð. . . . (104)
Sá síðari klausturpresturinn hét síra Halldór Jónsson,
frændi minn og skólabróðir í tvö ár. Hann átti eftir þann
lærða mann síra Eyjólf Jónsson á Völlum miklar ágætar
bækur, hvar af ég hafði mikið lærdómsgagn og vísindi. En
sú hans góðvild og kærleiki varði ekki lengi, því hann
varð minn skæður mótpartur og sá viðsjálasti um nokk-
urn tíma. En áður hann burtkallaðist, vorum við orðnir
aftur vinir sem fyrr. Orsök til þess ágreinings og sundur-
lyndis voru skammarlegar nafngiftir, sem helzt komu upp
í Reynistaðarsókninni og færðust svo út yfir tvö þinglög,
að skikkanlegir menn voru uppnefndir með ljótum og
blygðunarlausum auknöfnum, hvar ég, húsmóðir mín og
hver skikkanlegur maður á klaustrinu voru hvað smánar-
legast uppnefnd. Þá ég talaði um þetta við prest, að
svoddan væri ei líðandi, eyddi hann því sem hann kunni,
ei án orsakar, er síðar varð raun á. Fór ég engu síður á
sýslumannsfund og þrír aðrir, sem slíkt fjandans spil þótti
ósæmandi. Hann gaf oss út stefnudaga. Við fjórir angefar-
ar sakarinnar tókum aftur einn góðan lagamann, sem hét
Þorkell Þórðarson, sem komst suður á Seltjarnarnes síðar,
varð þar lögréttumaður og deyði þar. Hann sótti þetta
mál. Voru þrjú þing haldin, og sóru hér um 70 manns, og
lá við sjálft að skikkanlegir menn fengi hneisu af, sem ei
mundu að bera rétt af sér illmæli þau, er þeir höfðu heyrt
og eftir haft. Rakst þó þar að, að heimilishyski prests og
73