Skagfirðingabók - 01.01.1987, Qupperneq 76
SKAGFIRÐINGABÓK
kotungar þar urðu upphafsfinnarar þess athæfis, hvað þá
prestur fornam, fékk hann til liðs með þeim og til varnar
einn þann ferðugasta lagamann og kuklara, [föðurjbróður
sinn, er Hallgrímur hét, sem varði þetta bannaða lið með
öllum uppþenkjanlegum hætti, sem Guð lét honum þó
ekki heppnast, fyrir grundaðan og réttvísan framgang
sýslumanns og vors fullmektugs; svo þar kom að loksins,
að 12 urðu sannir að sökinni, 10 af þeim flengdir á einum
degi, en tveir keyptu af sér húðlátið, og fengu svo makleg
málagjöld. Sefaðist hér við margir þeir þvættingar, sem
áður gengu þar, að hver tók betur vara á orðræðum
sínum, bæði um mig og aðra. En sú tíð kenndi mér mikið
réttargangssakir og aðferð. (107—8)
Uppnefnamálið svokallaða, sem þeir frændur lentu í, voru
einhver mestu og sérstæðustu málaferli í Skagafirði á síðari
hluta 18. aldar.
Þegar Jón djákni kom að Reynistað bjuggu þar Jón Vigfússon
klausturhaldari og Þórunn Hannesdóttir Scheving kona hans.
Jón var ofstopamaður við vín og lézt af þeim sökum 28.
september 1752.2 Þórunn var þá ólétt, og fól hún Jóni Stein-
grímssyni í hendur umsjón bús og klausturseigna. I ævisögunni
gefur hann í skyn, að sá kvittur hafi komið upp, að hann væri
faðir barnsins og hefði jafnvel drepið Jón Vigfússon. Uppnefnin
um Reynistaðarfólk lutu eitthvað að þessu, og skiljanlegt að
Jóni djákna þætti illt undir að búa. Hann var m.a. kallaður
feimukokkur og feimukampur, en Þórunn kúluvömb og stöng,
og átti síðara nafnið að lúta að augnaráði hennar. Stefnan var
dagsett 29. janúar 1753, vitnaleiðslur fóru fram á fjórum þing-
2 Að sögn Hannesar Þorsteinssonar ætlaði Salvör, kona Halldórs, áður að
giftast frænda sínum Jóni Vigfússyni klausturhaldara, en það fór út um
þúfur, og var aldrei innleyst hjúskaparleyfið (frá 24. jan. 1738) í kansellíinu.
Salvör hefur þá verið 22 ára, en 36 ára þegar hún giftist Halldóri, 1752. Hann
var átta árum yngri.
74