Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 77
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
um, en dómur kveðinn upp 9. apríl 1753. Þá var farið að draga
saman með þeim Jóni djákna og Þórunni á Reynistað, og giftust
þau um haustið (29. september 1753). Þrem mánuðum síðar
eignuðust þau dóttur, og varð sú bráða barneign til þess, að Jón
Steingrímsson missti hempuna um sinn. Lauk þar með sam-
starfi þeirra frænda, Halldórs í Vík og Jóns djákna á Reynistað.
Halldór Jónsson í Vík og kona hans sluppu ekki við uppnefn-
in, frekar en aðrir. Síra Halldór var kallaður háleitur, en sjálf
prestsmaddaman, kona hans, hlaut flest viðurnefni allra. Benda
sum þeirra til að hún hafi verið naum í útlátum. Salvör mun
hafa verið vanfær, enda nýlega gift Halldóri. Hún var nefnd
siginvömb, síðvömb, kúluvömb, vambarkúla, gjafmild, örlát,
rausnardrós, rausnarkvendi og grautarsletta.
I vitnaleiðslum bárust böndin mjög að Víkurfólki, einkum
Ingibjörgu Halldórsdóttur vinnukonu þar. Var hún dæmd í
sektir, en hýðast að öðrum kosti, ef sektargjöldin væru ekki af
höndum innt fyrir næsta Seyluþing. í ævisögu Jóns Steingríms-
sonar eru niðurstöður dómsins nokkuð orðum auknar. Þrjú eða
fjögur voru hýdd, en miklu fleiri munu hafa sloppið nauðulega.
Þeir sem urðu að vinna eið að framburði sínum, munu varla
hafa verið fleiri en fimmtíu, og var þó ærið að gert í ekki
mikilvægara máli.3
Eldklerkurinn tilvonandi hélzt ekki lengi við á Reynistað
eftir þetta. Hann hempulaus og klaustrið laust. í Sögu frá
Skagfirðingum segir Jón Espólín við árið 1753: „Var þá veitt
Reynistaðarklaustur frú Þóru, ekkju Halldórs biskups, og þótti
mönnum það nýjung sem margt annað, er þá gekk yfir.“ Er
skemmst frá því að segja, að frú Þóra Björnsdóttir bolaði Jóni
og konu hans frá Reynistað, og lék þau grátt, ef marka má
ævisögu síra Jóns. Þau fluttust að Frostastöðum vorið 1754, en
3 Sjá Sögufrá Skagfirðingum I, bls. 162, og íslenzkt mannlífll, bls. 148—153.
Einnig Dóma- og þingabók Skagafjarðarsýslu 1743 — 1753.
75