Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
haustið 1755 lauk Skagafjarðarvist Jóns Steingrímssonar. Bú sitt
flutti hann í fardögum 1756, suður í Mýrdal.4
Ágrip af prófastsverkum Halldórs Jónssonar
I Islenzkum ceviskrám Páls Eggerts Olasonar er þess getið, að
minnisgreinar Halldórs Jónssonar um embættisverk hans, séu
aftan við Presbyterologia Hálfdanar rektors Einarssonar. Frum-
rit Hálfdanar er í Pjóðskjalasafni (Bps. D). Þar komu minnis-
greinarnar í leitirnar, og eru þær á bls. 481—493 í handritinu.
Lítið kver í oktavo-broti er þar fellt inn í handritið. Páll Eggert
segir að minnisgreinarnar séu í eftirriti. Samanburður við rit-
hönd síra Halldórs bendir þó eindregið til, að um eiginhandar-
rit sé að ræða, en rithöndin dregur dám af settleturshönd
Halldórs Jónssonar. Sýnilegt er, að minnisgreinarnar eru skrif-
aðar í einni lotu. Hefur síra Halldór líklega setzt niður í
ársbyrjun 1768 og tekið greinarnar saman eftir embættisbókum
sínum. Óvíst er hvert tilefnið var, en þess má geta, að Hálfdan
rektor Einarsson tók að halda dagbók um svipað leyti.
Þegar farið var að rýna í handritið, varð sá er þetta ritar fyrir
nokkrum vonbrigðum, því að þar skráir síra Halldór nær
eingöngu verk sín í prófastsembætti, en lætur að engu getið
prestsverka sinna í Hóladómkirkjusókn. Astæðan er eflaust sú,
að Halldór hélt sérstaka prestsþjónustubók, sem nú er glötuð,
en hún var meðal embættisbóka, sem afhentar voru úr dánarbúi
hans haustið 1769. Bókin náði yfir árin 1759—1769.
Þrátt fyrir þessar takmarkanir veita minnisgreinarnar nokk-
urn fróðleik um embættisverk prófasts og mannlíf í Skagafirði
árin 1758 —1767. Því var horfið að því ráði að birta þær hér,
með athugasemdum, þannig að þær verði eins konar lykill að
4 Saga frá Skagfirðingum I, bls. 83. Jón Steingrímsson: Ævisagan og önnur rit
(Rvík 1973), bls. 111-12 og 132.
76