Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 79
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
skjalasafni Halldórs prófasts. Visitazíubók Skagafjarðarpró-
fastsdæmis 1758 —1770, er enn til í Þjóðskjalasafni. (Sjá Skjala-
safn prófastanna, XVII A 1). Þar eru allar visitazíur Halldórs
skráðar, og eru sumar þeirra mjög ítarlegar. I minnisgreinunum
eru örlítil frávik í dagsetningum, sem er skiljanlegt þegar á það
er litið, að þær eru samdar eftir á.
I handritinu Lbs. 1298 4to eru viðaukar við Presbyterologiu
Hálfdanar Einarssonar, með hendi Halldórs konrektors Hjálm-
arssonar, skrifaðir um 1800. Þar eru minnisgreinarnar teknar
upp í heild, á bls. 115 —119.1 Halldór konrektor hefur að þeim
svofelldan formála, og eftirmála:
I Presbyterol(ogiu) liggja blöð með eigin hendi próf(asts),
síra Halldórs, hvar á hans prófastsverk eru teiknuð til
1767 árs útgangs. Er þar í nokkur upplýsing um presta og
þeirra ekkjur í Skagaf(jarðar)s(ýslu) um þennan tíma, og
því færi eg þaug hér inn.
Ekki var meira á þessum blöðum, og aldrei hafði meira
verið á þau skrifað. Get eg til síra Halldór hafi fært þetta
inn á þaug úr almanökum sínum, og hafi ei verið kominn
lengra.
Þess má geta að í frumritinu er aftasta blaðið að mestu
óskrifað. Þarf því ekki að gera því skóna að glatazt hafi aftan af
handritinu. En gefum nú Halldóri prófasti orðið:
IN NOMINE JESU
1758, þann 6. Octobr(is), var mér af Herra biskupinum Gísla
Magnússyni befalað að halda synodum [prestastefnu] og
innhenda [taka við] prestanna vota [atkvæði] um prófasts
kosningu í Skagafirði, hver haldin var að Flugumýri þann
1 Minnisgreinarnar eru einnig í Prestaœfum Sighvats Grímssonar Borgfirð-
ings. Sjá Lbs. 23712 4to, bls. 1221 — 1227.
77