Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
3. Novembr(is), og [var eg] af öllum héraðsins prestum
kosinn til þess embættis, og síðan af Herra biskupinum
constitueraður ad interim [settur til bráðabirgða], fyrst
seint í Novembri, og síðan virkilegur í Majo 1759 að
meðdeildu venjulegu instruxi [erindisbréfi].2 Hefi svo í
prófasts verkum fyrir Guðs aðstoð, eftirfylgjandi for-
réttað [sýslað] (fyrir utan skriflegar ordres [fyrirskipanir],
resolutiones [úrskurði] og circuliar bréf [umburðarbréf],
er expederað hefi [sent hefi frá mér]), nefnilega:
1759, dag 8. Febr(uarii): Parenteraði [flutti líkræðu] yfir pró-
fasti sáluga, síra Illuga Sigurðssyni á Hólum.
Þann 9. og 10. ejusdem [sama mánaðar]: Registrerað
[skrifað upp] hans sterfbú [dánarbú].
Þann 28. Aprilis: Visiterað á Fagranesi.
Þann 4. Maji: Visiterað á Mælifelli.
Þann 6. ejusdem: Visiterað í Goðdölum.
D(ag) 7.: Uttekinn Goðdala staður og visiterað á
Reykjum.3
Þann 4. Junii: Visiterað á [Sjávar]borg.
Þann 5. ejusdem: Visiterað í Glaumbæ og G(eldinga)-
holti.
Þann 7.: Uttekið Rípur prestakall af síra Jóni Jónssyni og
afhent síra Sigfúsi Sigurðssyni.
Þann 8. og 9.: Uppteknar og registreraðar materiur og
bækur tilheyrandi sáluga biskups Brynjólfssonar sterf-
2 Síra Halldór var settur prófastur 24. nóvember 1758. Skjöl um prófastskjör-
ið eru í Bps. B V 35 og víðar. í bréfi, sem Halldór skrifaði biskupi 5.
nóvember sama ár, kemur fram, að hann færðist undan að taka þetta
embætti að sér, e.t.v. af hæversku. Sjá Bps. B V 30.
3 Pessi úttekt Goðdala er bæði í visitazíubókinni (Próf. XVII A 1) og í
biskupsskjalasafni (Bps. B VI 1). Sama er að segja um úttekt Rípurpresta-
kalls, 7. júní 1759. Sjá einnig kirknasafn K. XXIV, í steinklefa Þjóðskjala-
safns.
78