Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 81
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
búi, og fluttar úr því gamla dómkirkjuhrófi í skólann.4
Reserað sterfbú síra I(lluga) S(igurðs)s(onar) etc.
[o.s.frv.].5
Þann 24. Junii: Innsettur síra Sigfús í Rípur prestakall, í
morgunsöng, og síra Jón Jónsson í Flugumýrar kall, í
predikun.
Þann 22. Julii: Visiterað í Hvammi.
D(ag) 23. ejusdem: Visiterað í Ketu.
Þann 21. Aug(usti): Visiterað á Miklabæ.
D(ag) 22.: Visiterað á Víðivöllum og Silfrastöðum.
27. ejusdem: Haldin prestastefna í Viðvík og með dómi
skilin Halldór Halldórsson og Guðríður Guðmunds-
dóttir, áður trúlofaðar persónur, en hann desereraði
[sleit því, hljóp frá henni].
Þann 17. Septembr(is): Visiterað á Hofi.
4 Halldór biskup Brynjólfsson dó 22. október 1752. Dánarbú hans varð
þrotabú. Þess vegna lágu eftirlátnir munir hans tæp 7 ár innsiglaðir í
Hólakirkju. En nú var komið að niðurrifi dómkirkjuhrófsins (Halldóru-
kirkju) og þurfti því að rýma hana. Um miðjan júní 1759 var „rofin sú
gamla timburkirkja burt að öllu leyti — þar fyrra árið var ei tekinn nema
kórinn, — og viðurinn fluttur ofan að Kolbeinsárósi, og smíðuð þar af búð
handa stólsins kaupstaðargóssi. Það máttu Oslandshlíðingar gera fyrir
ekkert." Æfisaga Jóns Þorkelssonar I (Rvík 1910), bls. 204.
Raunar var guðs mildi, að eigur biskupsins sáluga skyldu liggja
innsiglaðar í Hólakirkju, því að nóttina milli 6. og 7. apríl 1758 brann
bærinn á Reynistað „til kaldra kola, sem var af praktugri húsabyggingu, 50
stafgólf að samantöldu" svo vitnað sé til orða síra Jóns Steingrímssonar
(Ævisagan og önnur rit (Rvík 1973), bls. 132). Missti frú Þóra Björnsdóttir,
ekkja biskups, þar allt sitt. I rústunum fundust heilar 12 silfurskeiðar, sem
Halldór Jónsson í Vík hafði léð, því verið var að undirbúa brúðkaupsveizlu
á Reynistað. í Sögu frá Skagfirðingum (I, 86—7) virðist bruninn á Reyni-
stað ársettur 1756, sem er rangt. Sjá Annála 1400—1800 IV, 506, og
Sjálfscevisögu síra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka (Rvík 1947), bls.
234.
5 Að resera dánarbú ber líklega að skilja svo, að það hafi verið opnað og
erfingjarnir fengið aðgang að því, eða það tekið til skipta.
79