Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 82
SKAGFIRÐINGABÓK
D(ag) 18. ejusdem: Visiterað á Höfða og Felli.
D(ag) 19.: Visiterað á Barði.
D(ag) 20. ejusdem: Visiterað í Holti og á Hnappstöðum.
D(ag) 24. ejusdem: Haldin auction [uppboð] á sterfbús
midler [munum] biskupsins sáluga Halldórs
Brynj(ólfs)s(onar).6
1760, þann 9. Jan(uarii): Registrerað og skipt í Hvammi, eftir
Ing(i)ríði sálugu Þorláksd(óttur), milli hennar barna,
og eftir Ingiríði sálugu Jónsd(óttur), milli hennar
barna, ektakvinnur síra Þorvaldar J(óns)s(onar).
Þann 12. ejusdem: Trúlofuð í Glaumbæ síra Þorvaldur
Jónss(on) og Málmfríður Grímólfsd(óttir).
Þann 16.: Fyrrnefndar persónur þar copuleraðar [giftar].
Þann 8. Junii: Innsettur síra Jón Gunnlaugss(on) í Reyni-
staðar prestakall.
Þann 23. ejusdem: Haldinn synodus á Víðimýri og með
dómi aðskilin Þorsteinn Björnsson og Sigríður Sigurð-
ardóttir. Sama dag visiteruð kirkjan að Víðimýri.
Þann 4. Augusti: Visiterað á Sjávarborg, og Reynistað
sama dag.
Þann 5.: Visiterað í Gl(aum)bæ.
Þann 24. Aug(usti): Examineraðir [prófaðir] studiosi [stú-
dentarnir] Tomas Sk(úla)s(on), Þorlákur Jónss(on) og
Jón Péturss(on), og Þórður Þóroddss(on).7
Þann 20. Aug(usti): Visiteruð kirkjan að Hofi.
Þann 5. Septembr(is): Visiteruð kirkjan að Reykjum.
6 Uppboðsskráin er varðveitt í Bps. B VIII 18. Af henni má ráða, að þeir hafi
skipt því bezta úr dánarbúinu bróðurlega á milli sín: biskupinn,
sýslumaðurinn, prófasturinn, rektorinn, konrektorinn, ráðsmaðurinn og
brytinn. Uppboðið stóð tvo daga, 24. og 25. september.
7 Þeir Tómas Skúlason (1736 — 1808), Þorlákur Jónsson (1735—1823) og Jón
Pétursson (1733 — 1801) urðu allir stúdentar 1759, en Þórður Þóroddsson
Thoroddi (1736—1797) tveim árum fyrr, 1757. Hér mun átt við undir-
búning þeirra fyrir vígslu.
80