Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
1766, þann 6. Julii: Virt og afsköffuð [aftekin] Víðivallakirkja.14
Þann 18. Septembr(is): Var á homagio á Fl(ugu)mýri.15
Þann 2. Sept(embris): Visiterað á Hofi.
1767, þann 24. Febr(uarii): Parenterað yfir síra Þorvarði sáluga
Bárðarsyni í Felli.
Þann 25. ejusdem: Registrerað sterfbú í Felli.
Þann 11. Aprilis: Registrerað sterfbú eftir Madame Guð-
rúnu sálugu Magn(ús)d(óttur) á Ljó(t)sstöðum.16
Þann 13. ejusdem: Parenterað yfir Guðrúnu sálugu
M(agnús)d(óttur) á Hofi.
Þann 11. Junii: Skipt á Ljó(t)sstöðum eftir Guðr(únu)
Magn(ús)d(óttur).
Þann 13. Junii: Uttekið Fells beneficium af ekkju og
erfingjum sáluga síra Þorvarðar B(árðar)s(onar), og
afhent síra Bened(ikt) Arnas(yni). Item skipt efter-
ladenskab [reytum] síra Þorvarðar.
Þann 14. ejusdem: Innsettur síra Benedikt í Fells-
prestakall.
14 Þessi úttekt Víðivallakirkju er geymd í Bps. B VI 1.
15 Homagium er hyllingarathöfn. I Sjálfsævisögu síra Þorsteins Péturssonar á
Staðarbakka segir: „A þessu sumri reisti ég norður að Flugumýri og fáeinir
prestar úr þessu héraði þann 18. Septembris, til að afleggja vorn
allraundirdánigasta hollustueið til hans majestæt kóngs Christians VII.,
sem nú var kominn til regeringar eftir sinn hásáluga föður, kóng Fridrich
V., hver eð deyði á þessum vetri, 14. Januarii, úr harðri vatns- og steinsótt,
43 ára gamall, sá allra örlátasti kóngur við vora landa. Þessir hollustueiðar
voru teknir á Alþingi 15. Julii sama sumar, en Norðlendingar afsökuðu sig
við amtmann að komast suður sökum hestaleysis og harðinda, fengu því,
að lögmaður Sveinn tæki eiðana í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, það gjörðist
að Glæsibæ. En úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum gjörðist það af
biskupi vorum, af oss geistlegum á Flugumýri 18. Septembris" (bls. 311).
Við þetta má bæta, að Kristján VII. var geðveikur. Því var vel við hæfi að
Norðlendingar drógu við sig að hylla hann.
16 Uppskriftin er varðveitt í sýsluskjölum, Skag. XV 1.
84