Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 87
HALÍ.DÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
In Julio: Fór á Alþing. Kallaður til laga-conference.17
Þann 9. Octobr(is): Parenterað yfir hústrú Þóru Björns-
d(óttur).
Þann 12. og 13. ejusdem: Registrerað sterfbú eftir sálugu
hústrú Þóru á Reynistað.18
Þann 15. Novembris: Innsettur síra Oddur Gíslason í
Miklabæjar prestakall.
Athyglisvert er að Halldór prófastur minnist ekkert á bygg-
ingu dómkirkjunnar nýju á Hólum. Undirbúningur verksins
hófst þegar haustið 1757, en verulegur skriður komst á bygg-
inguna sumarið 1759. Kirkjunni var að fullu lokið haustið 1763,
og hinn 20. nóvember sama ár var hún vígð af herra biskupin-
um, Gísla Magnússyni. Eflaust hefur Halldór Jónsson tekið
þátt í þeirri athöfn.
I handritinu JS 513 4to er tvíblöðungur með hendi Halldórs
dómkirkjuprests. Þar hefur hann skráð yfirlit um allar kirkjur,
sem reistar höfðu verið þar á staðnum, og afdrif þeirra. Þetta
yfirlit mun skráð árið 1760 eða 1763.19 Líklega hefur Halldór
tekið það saman sjálfur, en eftir er að rannsaka hvaðan hann
hefur fróðleik um elztu kirkjurnar. Hins vegar hefur hann
þekkt hvern krók og kima í Halldórukirkju, sem reist var
1625 — 1626. Af yfirlitinu má ráða, að honum hafi þótt eftirsjá
17 „Hólabiskup reið í Julio til Öxarár, upp á revision og gegnumskoðan
þeirra geistlegu laga. (Meinast hún hafi þá afgjörzt)." Anndlar 1400—1800
IV, 526.
18 Uppskrift dánarbúsins er enn til í Bps. B VI 1. Þeir gripir, sem þar eru
taldir, hljóta flestir að vera komnir í eigu frú Þóru eftir brunann á
Reynistað 1758.
19 Yfirlitið er tvíblöðungur og fyllir textinn 2Vi síðu af fjórum. Halldór segir
þar, að Auðunarstofa hafi nú „staðið 446 ár.“ Ekki er ljóst hvort hann
hefur talið hana byggða 1314 eða 1317. Síðara ártalið er líklegra. Skv. því er
yfirlitið skrifað fyrri hluta árs 1763. Sbr. Æfisögu Jóns Þorkelssonar I, bls.
204.
85