Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 89
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Útfararmmning Halldórs Jónssonar
Eins og fyrr segir, er ævi- og útfararminning Halldórs prófasts
Jónssonar varðveitt í handritinu Lbs. 849 4to. Þetta er eigin-
handarrit síra Jóns Jónssonar (1725 —1799) á Hjaltastöðum, sem
talaði yfir moldum prófasts. Jarðarförin var gerð 5. október
1769, líklega frá Hóladómkirkju. Atta skólapiltar báru lík hans
til greftrunar, og fékk hver þeirra einn ríkisdal, samkvæmt bréfi
Erlends Hjálmarssonar 29. október 1769.1
Líkræðan hefur upphaflega verið fjórskipt. Fyrst stutt bæn,
síðan inngangurinn, þá æviminnmg mannsins, og loks textans
útskýring. Nú er glatað framan af ræðunni og hefst hún á
niðurlagi inngangsins, einni síðu. Síðan kemur æviminningin á
rúmum fimm síðum, og loks textans útskýring, guðfræðilegar
hugleiðingar á 47 síðum. Ovíst er, að öll sú langloka eigi heima
með sjálfri líkræðunni. Aðeins æviminningin er prentuð hér.
Hún er skemmtileg frá sjónarmiði máls og stíls. Augljóst er, að
síra Jón á Hjaltastöðum hefur stuðzt við vígsluævisögu Hall-
dórs prófasts.2
SÁ VELÆRUVERÐUGI Guðs maður, sálugi prófasturinn síra
Halldór Jónsson, hvörs andvana lík er nú fyrir yðar
sjónum, og innan skamms lagt verður til síns hvíldarstað-
ar, er fæddur í Grímsey þann 25. Aug(ustí) 1723, af
æruverðugum foreldrum, síra Jóni Halldórssyni, nú sókn-
arpresti að Völlum í Svarfaðardal, og Helgu Rafnsdóttur.
1 Hannes Þorsteinsson vitnar í þetta bréf, sem hann segir að sé í Þjóðskjala-
safni. Ekki hefur tekizt að finna það. Erlendur var skólapiltur, bróðir
Halldórs konrektors Hjálmarssonar.
2 Líkræðan byrjar á blaði 51r og endar á 77r í handritinu. Sá hluti sem hér er
prentaður, byrjar neðst á 51r og endar ofarlega á 54r.
87