Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 91
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
one [stöðu] hann var, til þess á jólaföstunni árið 1751, þá
hann eftir fengna collation [veitingu], varð klausturprest-
ur að Reynistað, og um veturinn, eftir nýár, inngekk
heil(agan) ektaskap með eðla göfugri höfðingsjómfrú, nú
eftir þreyjandi ekkju, velæruverðugri Madame Salvöru
Þórðardóttur, hvörra ektasæng guð hefur blessað með 2
sonum, sem í dýrðarríki drottins eru undan farnir, og
einni dóttur, hér nálægri, jómfrú Helgu.
Eftir það prófasturinn, síra Illugi Sigurðsson, deyði
hér4 þann 26. Febr(uarii) 1759, var þessi sálugi guðsmaður
kallaður í hans stað, af háeðla herra biskupinum Gísla
Magnússyni, til að vera dómkirkjuprestur og prófastur
hér í sýslu, og veik hingað sjálfur alfarinn seint um
sumarið, en flutti bú sitt hingað í fardögum 1760. Síðan
hefur hann í dómkirkjuprests og prófasts embættum lof-
lega þjónað, til síns andláts.
Þann 17. næstliðins Septembr(is) mánaðar, byrjaði
hann sína visitatiuferð, og komst áleiðis, þó með veikum
burðum, að Víðimýri.5 Hélt því ekki lengra áfram ferð
sinni, heldur sneri heimleiðis og komst hingað aðfaranótt
mánudagsins þess 25. Mánudaginn var hann lengstum á
ferli, en á þriðjudaginn var hann mjög veikur, og stundum
rænulítill, eftir því sem nærverandi kunnu álykta. Síðla
dagsins gjörði ekkjan, velæruverðug Madame Salvör, boð
skólans rectori, veleðla Mag(ister) Hálfdani Einarssyni,
að hann væri nálægur á þessum tíma, hvört hann og kom,
og lagði sína hönd í prófastsins sáluga hönd, hvör þá, sem
merkja mátti, var með fullri rænu, og hrópaði sífelldlega
þessi eftirtekta(r)verðu orð: JESU SUMMA FUTURA!6 Og
4 Atviksorðið hér bendir til að líkræðan hafi verið flutt í Hóladómkirkju.
5 Hann visiteraði á Hofstöðum 16. september, Flugumýri og Miklabæ 18.
september, Silfrastöðum og Goðdölum 19., Mælifelli 22. og Reykjum 23.
september.
6 „Jesús, æðsta framtíð!" eða „Jesús, [þú ert] hið æðsta framtíðarmark!" Að
89