Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 94
SKAGFIRÐINGABÓK
Hillur, 10 hundruð að dýrleika, hvar væntanlega eru tvö
ásauðarkúgildi. 50 ríkisdalir
Hólar í Eyjafirði, með kirkjunnar andeel [hlutdeild], 60
hundruð með 2Vi kúgildi, sem menn frekast aðkomast sé
proprietarii eign, virðist nú einasta í tilliti til þeirrar stóru
portions skuldar kirkjan átti, þá prófasturinn sálugi hana
keypti árið 1764,3 og þeirrar síðan hefur á fallið til datum
[þessa dags], item í tilliti til kirkjunnar andeels í heima-
garðinum. 80 ríkisdalir
í búinu fundust aðeins 2 mörk og 8 skildingar í peningum.
Eigur þeirra hjóna voru virtar á 918 ríkisdali, 4 mörk og 13
skildinga, en frá þeirri upphæð átti að draga skuldir og kröfur.
Um þær er langt mál undir lokin. Þar segir m.a.:
Yfirlýsir rector, ekkjunnar vegna, að hún eftir kaupmála-
bréfi sáluga prófastsins og hennar, hafi verið málakona,
og henni hafi talin verið í heimanmund eitt hundrað
hundraða og 20 hundruð í föstu, og 100 hundraða í lausu,
samt að prófasturinn sálugi hafi henni ánafnað í tilgjafar
nafni 30 hundruð.
Skagfirzkir ættfræðigrúskarar mega tárast yfir eftirfarandi
frásögn um skjalabækur, sem fundust í dánarbúinu. Þar segir:
Presturinn, síra Oddur, tekur hér fyrirliggjandi protocoll-
er kirkjum hér í sýslu og provstíinu [prófastsdæminu]
viðvíkjandi, samt eitt nýjatestament, sem tilheyra mun
3 I Þjóðskjalasafni (Bps. B I 11) er kaupbréf síra Halldórs Jónssonar fyrir
Hólum í Eyjafirði, dags. 4. júlí 1764. Haustið áður, eða 19. september 1763,
seldu þau hjónin jörðina Hnífsdal við Skutulsfjörð fyrir 400 ríkisdali. Hefur
þeim trúlega þótt óhagræði að eiga jörð í svo fjarlægu héraði. Sjá Alþingis-
bœkur Islands XIV, bls. 579. Jörðin Hillur, sem nefnd er hér á undan, er
líklega smábýli yzt á Gálmaströnd í Eyjafirði.
92