Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 97
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Jón Konráðsson hefur þegið frá Hálfdani, geta sleppt eftirfar-
andi frásögn.
Halldór Jónsson: Settur djákn að Þingeyrum 4. Dec(em-
bris) 1746. Vígður til Þingeyra 17. Nov(embris) 1748.
Hans faðir síra Jón Halldórsson á Völlum, en móðir
Helga Rafnsd(óttir). Fæddur í Grímsey 1723, í Aug(ustí),
fór síðan með foreldrum sínum að Tjörn í Svarf(að)ar-
d(al), hvar hann var síðan 3 ár, en var síðan tekinn til
fósturs af síra Eyjólfi á Völlum, en 11 vetra g(amall) var
hann fyrst til altaris. Þennan sinn fósturson recommend-
eraði síra Eyjólfur kaupmanni Páli Christ(en)s(en) á Ak-
ureyri, 12 vetra gamlan, hver eð tók hann með sér til
K(aupin)h(afnar) og kom honum í Vorfrúr skóla, en að 2
árum liðnum, kom hann 17391 hing(a)ð inn aftur, og
eftir það hann hafði litla (h)ríð verið hjá föður sínum,
tók fóstri hans, síra Eyjólfur, við honum,2 og kom honum
í Hólaskóla,3 hvaðan hann var eftir 2 ára dvöl dimitter-
aður [brautskráður] af síra Gunn(ari) [Pálssyni] 1746.4
Þar eftir dvaldi hann hjá föður sínum lítinn tíma, til5 4.
Dec(embris) (17)46, og varð síðan klausturpr(estur)
1748,6 hverju embætti hann þjónaði til þess á jólaföstunni
árið 1751, þá hann eftir fengna collation af amtm(anni)
Pingel, varð klausturpr(estur) að Reynistað, og um vetur-
inn eftir nýár (17)52 giftist Salvöru í Vík, dóttur próf(asts-
ins) síra Þórðar Jónss(onar) á Staðast(að) og Margrétar
1 í handritinu stendur „1736“, en er leiðrétt utanmáls: „Lege [les] 1739“.
2 Ofan línu skrifað „1738“, sem er rangt. Þessi ruglingur í ártölum stafar af
því, að frásögn Halldórs í vígsluævisögunni gengur tæpast upp.
3 Ofan línu stendur: „a(nno) æt(atis) 20“, þ.e. „20 ára gamall“.
4 Ofan línu párað: „æt(atis) 23“.
5 „Lítinn tíma, til“ strikað út, utanmáls bætt við: „til næsta sumars eftir, þá
h(ann) var settur djákn að Þingeyrum."
6 Utanmáls: „Vígður um veturinn, 23. s(unnu)d(ag) eftir trinit(atis).“
95
L