Skagfirðingabók - 01.01.1987, Qupperneq 98
SKAGFIRÐINGABÓK
Sæmundsd(óttur). Þau áttu til samans 2 sonu, sem báðir
deyðu ungir, og 1 dóttur, Helgu, sem gift er s(ýslu)-
m(anni) M(agnúsi) G(ísla)s(yni).
Eftir fráfall síra Ill(uga) var hann af biskupi G(ísla)
M(agnús)s(yni) kallaður til að vera dómkirkjupr(estur) og
próf(astur) í Hegranessýslu,7 og veik strax alfarinn til
stólsins, en bú sitt flutti hann þangað í fardögum 1760.
Þann 17. Sept(embris) 1769 byrjaði hann sína visitatíuferð
og komst áleiðis, þó með veikum burðum, að Víðimýri,
en komst heim til stólsins aðfaranótt mánudagsins þess
25. ej(usdem). Mánudaginn var hann lengstum á ferli,8 en
á þriðjudaginn mjög veikur. Gjörði þá ekkjan mér boð að
vera nærverandi hvað sem í skærist. Hafði hann víst rænu
og hélt alltaf í hönd mér, og undir sitt síðasta hrópaði
mörgum sinnum þessi eftirtekta(r)verðu orð: Jesu,
summa futura! Hann hafði ypparlegar náttúrugáfur,
hvörsdaglega mjög stilltur og viðfelldinn í umgengni.
Vellærður.
Yfir hann parenteraði próf(asturinn) síra Jón Jónsson,
5. Oct(obris) 1769. Text: Luc. 2, v. 29.
Kona hans, Salvör, deyði í Vík, eignarjörð sinni, 10.
Jun(ii), en grafin að Reynistað 21. ejusd(em) 1771. Hét
hún eftir móðurmóður sinni, Salvöru Vigfúsd(óttur),
systur biskups Jóns. Hún var fædd 1715.
Hans börn:
X.Jens, 11 daga gam(all).
2. Gubrún, skírð skemmri skírn, lifði dægrið.
3. Helga, fæddist 25. Aug(ustí) 1755.9
7 Utanmáls stendur: ,,N(ota) B(ene): Hann var fyrst constitueraður próf(ast-
ur) 1758, en um vorið 1759 kirkjupr(estur) á Hólum."
8 Virðist standa felli.
9 Greinin um börnin virðist vera síðari viðbót, en þó með hönd Hálfdanar.
Hún stangast á við það sem Hálfdan segir hér áður, að þau hafi, auk Helgu,
96