Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 99
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRFSTUR
Bréf síra Jóns Jónssonar á Kvíabekk
Þegar Hálfdan Einarsson var að safna efni í rit sitt, skrifaði hann
prestum víðs vegar um biskupsdæmið og bað þá að senda sér
upplýsingar. Enn er til talsvert af því efni, sem honum barst, og
er ýmislegt á því að græða. I Lbs. 1266 4to, er bunki af
sendibréfum og æviþáttum, sem Hálfdan hefur fengið úr Eyja-
fjarðar- og Þingeyjarsýslum. Þar er m.a. langt bréf frá Jóni
Jónssyni (1739—1785) presti á Kvíabekk í Ólafsfirði, dagsett 10.
marz 1777. Þar er að finna eftirfarandi frásögn um Halldór
Jónsson og föður hans:
Jón Halldórsson, Þorbergssonar sýslumanns, Hrólfs-
sonar, Sigurðssonar.* 1 Sá Sigurður drakk orm í sig og var
hann dreginn upp með silkiskúf, vættum í hunangi. Allir
voru þeir feðgar höfðingjar miklir. Inga hét móðir síra
Jóns H(alldórs)s(on)ar. Síra Jón var fyrst prestur í
Grímsey, og þótti honum þar agnsamt [veiðisælt], en fólk
mjög fjölkunnugt, og vildi hann setja menn fast aftur af
þeim ósóma. Gegndu því nokkrir, en sumir heiftuðust
við, og ráku þann galdur til Svarfaðardals þá síra Jón var
þangað kominn, sem hann hafði stóra þvingun af, þar til
Þorlákur Markússon í Gröf kom þar sóktur. Hann lét
leiða naut til pr(ests) og burt aftur óskaddað. Svo gekk
Þorlákur burt og fylgjari hans, fram á Heljardalsheiði til
Stóruvörðu. Þar nam Þorl(ákur) staðar og studdist fram á
staf sinn. Kvað hann þá mundi vera um miðdegis skeið og
mætti þar mark á taka, að síra Jón Halld(órs)s(on) fengi
átt tvo sonu, sem báðir dóu ungir. Hið sama er sagt í útfararminningunni.
Eflaust hefur Jens verið heitinn eftir Jens Spendrup sýslumanni.
1 Hrólfur sterki á Alfgeirsvöllum var Bjarnason. Hann átti hins vegar son,
sem hét Sigurður, var sýslumaður og bjó á Víðimýri.
97