Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
nú sitt seinasta flog. Pað reyndist og líka satt, þegar saman
var borið.
Síra Jón segist (eftir því sem mig minnir) hafa verið 12
ár prestur í Grímsey.2 Þaðan fór hann að Tjörn, og fékk
svo loksins Vallna stað eftir síra Eyjólf. Hann átti konur
tvær. Fyrri hét Helga Rafnsd(óttir), bónda í Arnarnesi,
Þorkelssonar, þess er bjó á Vöglum. Móðir hennar en
kona Rafns var Oluf Oddsd(óttir), prests að Möðru-
völlum.3 Við henni átti síra Jón þessi börn:
a) Halldór. Hann var manna fríðastur sem móðir hans og
snemma líklegur til góðra afdrifa. Þegar hann tók að
vaxa, var Páll Christianss(en) kaupmaður á Akureyri.
Hann var vin mikill síra Jóns og bauðst að taka Halldór tiJ
að setja hann til mennta. Sigldi svo pilturinn með honum,
en er kona Páls leit hann, sagði hún maður sinn hefði átt
barn þetta á Islandi, og amaðist því við Halldóri, svo hann
hélzt þar ei við nema til þess skip gengu aftur til Islands.
Síra Eyjólfur á Völlum lagði ástfóstur við Halldór og
kenndi honum. Lærði hann síðan út, og varð pr(estur) og
prófastur í Skagafjarðarsýslu. Hann giftist Salvöru Þórð-
ard(óttur), Jónssonar biskups. D(óttir) þeirra, Helga, á
s(ýslu)m(ann) Magnús G(ísla)s(on). . . .
2 Hann var 6 ár í Grímsey, 1718 — 1724. Þjóðsagnir um glettur síra Jóns og
Grímseyinga gengu enn í Svarfaðardal á síðari hluta 19. aldar. Nokkrar
slíkar eru í handritinu IB 475 4to, skráðar af Þorsteini Þorsteinssyni á
Upsum; prentaðar í Blöndu III, bls. 237—248. Gísli Konráðsson skráði
einnig sagnir um Jón Halldórsson. Sjá Sagnaþætti hans (Rvík 1946), bls. 33 —
60. Endurprentaðar í Syrpu úr handritum Gísla Konráðssonar 2 (Hf. 1980),
bls. 177-198.
3 Olöf var ekki dóttir Odds Bjarnasonar prests á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Hún var dóttir síra Jóns Guðmundssonar í Stærra-Arskógi.
98