Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 101
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Úr kirkjubókum
Framan við prestsþjónustubók Þingeyra 1785 — 1816 er örstutt
æviágrip Halldórs Jónssonar, skráð um 1785 af síra Sæmundi
Oddssyni (1751—1823) presti þar. A því er ekkert sérstakt að
græða, og er því sleppt hér.
Síra Þórður Jónsson (1741 — 1814) á Völlum, hálfbróðir Hall-
dórs Jónssonar, samdi um 1785 ævisögu Jóns Halldórssonar
föður þeirra bræðra, og var hún framan við kirkjubók
Vallnakirkju, sem nú er glötuð.1 Ævisagan er þó til í uppskrift
síra Arnljóts Olafssonar, og liggur laus innan í Æfum lærðra
manna í Þjóðskjalasafni. Því miður mun uppskriftin ekki vera
orðrétt. Arnljótur segir: „Hefi eg víða tekið aðeins efnið, en sé
orðrétt, þá er ritað með gæsarlöppum.“ Hér á eftir verða teknir
upp tveir kaflar um ætt þeirra feðga, sem nota má til að leiðrétta
rangfærslur hjá síra Jóni á Kvíabekk.
„Séra Jón Halldórsson er fæddur í þenna heim að Vík í
Reynistaðarklaustur kirkjusókn, þann 6. febrúar 1698,
sem var fimmtudagur í miðþorra." Faðir hans var hinn
virðulegi og mjög vel gáfaði höfðingsmann, Halldór Þor-
bergsson, sem var lögsagnari sýslumanns sáluga Bene-
dikts Halldórssonar í Skagafjarðarsýslu. „En föðurfaðir
séra Jóns var Þorbergur Hrólfsson sýslumaður í Þing-
eyjarsýslu, er bjó að Seilu í Skagafirði." Má rekja ætt hans
til Guðbrandar biskups. Móðir séra Jóns var Ingigerður
Ingimundardóttir, af góðu almúgafólki.2 Faðir hennar,
1 Síra Þórður mun hafa stuðzt við æviþátt, sem hann skrifaði eftir föður
sínum fáum árum áður en hann dó. I Klerkakransi Hálfdanar Einarssonar er
útdráttur úr þessum æviþætti, efnislega samhljóða frásögn kirkjubókarinnar.
2 Móðir Jóns hét Ingiríður. Hún var 22 ára, þegar Jón fæddist, en faðirinn,
Halldór Þorbergsson, 74 ára. Jón var laungetinn. Sjá Klerkakransinn og
manntalið 1703.
99