Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Ingimundur, var Jónsson og ættaður af Suðurnesjum,
kvongaðist hér nyrðra, en réri suður á vetrum og fórst í
þeim mannskæða og minnisstæða Þorrabyl, seint á 17.
öld. „Hans móðurmóðir (kona Ingimundar) var Helga
Símonardóttir“ og Guðrúnar, er bjuggu í Stórugröf á
Langholti til elli. . . .
Þá er hann [Jón] hafði 3 ár prestur verið í Grímsey, um
vorið [3. júní] 1721, á 24. aldursári, gekk hann að eiga
Helgu Rafnsdóttur, Þorkelssonar og Olöfar Jónsdóttur,
Guðmundssonar, er þá bjuggu í Arnarnesi. . . . Þau áttu 8
börn, 4 sonu og 4 dætur. Einn þeirra var séra Halldór
Jónsson prófastur í Skagafjarðarsýslu.
Með seinni konu sinni átti síra Jón 12 börn, 6 sonu og 6
dætur. Systkini Halldórs Jónssonar voru því mörg. Þó að faðir
þeirra væri fátækur jafnan, töldust þau flest meðal heldra fólks á
þeirri tíð. Er margt merkra manna af þeim komið, svo sem
Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen og Páll Melsteð.3
Viðaukar Halldórs konrektors Hjálmarssonar
Nokkru fyrir andlát sitt, eða um nýárið 1785, gaf Hálfdan
Einarsson stiftiskistunni* 1 * á Hólum, handrit sitt að „Klerka-
kransinum" með mörgum honum fylgjandi lausum blöðum.
Um 1800 réðist Halldór konrektor Hjálmarsson í það stórvirki
að skrifa allt handritið upp, ásamt fylgiskjölum. Uppskrift
Halldórs er í handritunum Lbs. 1296 og 1298 4to, sjálf presbyt-
erologian í því fyrra, en fylgiskjölin í því síðara. Framan við
fyrra handritið er merkur formáli, þar sem Halldór gerir grein
fyrir verki sínu. Honum þótti illt að hugsa til þess, að þetta
3 Svatfdœlingar I, bls. 106 — 108.
1 Biskupsskjalasafnið á Hólum var kallað stiftiskistan. Hefur líklega verið
geymt í stórri kistu.
100