Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 103
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
fróðleiks- og fyrirhafnarverk skyldi hvergi til vera nema í
þessum eina stað. Auk þess kynni skjalasafn Hólastóls að verða
flutt úr Norðurlandi, „og væri oss Norðlingum engu hægra að
fá þennan dýrgrip eftir en áður, ef svo færi“ segir hann. Halldór
skrifar texta Hálfdanar nálega orðrétt upp, en bætir allmiklu
efni við frá eigin brjósti. Pessir viðaukar eru auðkenndir með
sérstökum svigum; því er auðvelt að greina þá frá.
Halldór Hjálmarsson (1745—1805) kom að Hólaskóla 1773,
fjórum árum eftir andlát Halldórs prófasts Jónssonar, og varð
þar konrektor eða aðstoðarskólameistari (heyrari). Hins vegar
var hann nemandi í skólanum árin 1759—1764, og kynntist
nafna sínum þar, eins og fram kemur hér á eftir. Viðaukar hans
eru því frumheimild um Halldór Jónsson. Þeir eru flestir teknir
upp í þátt Jóns Konráðssonar hér á eftir.
[Halldór Jónsson] var gætinn maður og curiosus [athug-
ull, hugulsamur], stilltur vel en þar hjá röksamlegur,
þægur og lempinn. Vær [vér] skólapiltar höfðum á honum
elsku og virðing. Examineraði hann oss vel og oft, bæði á
sunnud(ags)kvöldum og fimmtudögum, sem hann sjaldan
lét hjá líða. Vær héldum hann og með lærðari mönnum og
sáum þar einhvör merki til oftar en eitt sinn, þá eg var
drengur í skóla, en hann próf(astur) og dómkirkjuprestur.
Persónu færði hann mikla, var stór maður og fyrirmann-
legur. Eg heyrði til þess tekið, þá þeir voru allir hér að
norðan á Alþingi, biskup Gísli, síra Halldór og s(ýslu)-
m(að)ur Þórarinn, að þeir allir væri miklir menn og
höfðinglegir, svo leitun væri á öðrum eins.1 Hann hafði
verið hjá síra Eyjólfi á Völlum, og mun af honum hafa
margt numið, enda var hjá honum [Halldóri] eitt og
annað af blöðum og druslum þaðan. Hann var tekinn hér
að norðan, og síra Jón Vídalín, í nýja laga-conferencið
1 Þetta hefur verið á Alþingi 1765. Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund í
Eyjafirði, dó 22. maí 1767. Af honum er Thorarensensætt.
101