Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 105
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Brúðkaupsvísur á latínu hefi eg séð til þeirra hjóna. Er
þar ekkert datum, en höfundarins nafn er þar falið í
þessum stöfum: I.S.S. Er gáta mín það sé síra Jón Stein-
grímss(on), er einhvörn tíma var djákn á R(eyni)st(aðar)-
kl(austri).4
Síra Halldór hygg eg mikið hafi stundað bókalestur og
átt þar fyrir margt rart, og sem ekki er í hvörju húsi.
Ritling hefi eg eftir hann séð á latínu, um orthographiam
[réttritun] vorrar tungu, er hann gjört hefur, þá hann var á
Þingeyrum.5 Ekki tekur sá ritlingur yfir mikið, en sýnir
þó að höfundurinn hefur borið gott skyn á slíkt. Hafði
hann og verið í fóstri hjá síra Eyjólfi á Völlum. Annars
voru bréf hans eftir móð þeirrar aldar, sem hann lifði á,
mjög dönskublönduð, því flestir f(yrir)m(enn) hér keppt-
ust þá hvör við annan að fylla rit sín af Danismis
[dönskuslettum]. Líka hefi eg séð hans athugasemdir,
ekki stuttar, yfir 2. bók nýju laganna, sem sýna að hann
hefur verið eftirþankasamur maður, kunnugur í jurisdicti-
one ecclesiastica [kirkjulögum], og enginn jábróðir.6
Eftirtaldir fróðleiksmolar eru beinir viðaukar við æviágrip Hall-
dórs Jónssonar í Klerkakransi Hálfdanar Einarssonar.
1749 h(ef)ur hann, og s(ign)or Jón Björnsson, sókt um
expect(ance) [vonarbréf] fyrir Breiðabólstað í Vesturhópi,
4 Hannes Þorsteinsson segir, að Gunnar Pálsson skólameistari hafi ort til
þeirra brúðkaupsljóð á latínu, sem sé í frumriti í IB 389 4to. Það er í stóru
broti, líkast því sem það hafi átt að hanga uppi á vegg.
5 Smáritgerð um íslenzka réttritun, með eigin hendi síra Halldórs, er í
handritinu JS 273b 4to. Er á latínu, 4 blöð eða 8 síður. Mun Halldór hafa
sent Gunnari Pálssyni skólameistara hana 1747. Eftirrit í IB 31 4to.
6 í handritinu JS 513 4to eru athugasemdir síra Halldórs Jónssonar á Hólum
við 2. bók Norsku laga, ritaðar 1765, alls 12 síður. Þetta er eftirrit Halldórs
Hjálmarssonar, og kveðst hann hafa skrifað það eftir eiginhandarriti Hall-
dórs prófasts.
103