Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK
og telst af biskupi hinn betri að lærdómi, skikkanlegheit-
um og gáfum.
Exc(erpta af) biskups H(alldórs) cop(iu)b(ók), No. 179/
Amtmaður Magnús [Gíslason] samanber með próf(asti)
síra Halldóri, og magister Hálfd(ani), document [skjal]
um Hól í Höfðahverfi 1765, 26. Julii. Alþ(ingis)b(ókin)
1766, No. 14/
[Helga Halldórsdóttir] giftist 1771.
Helga var oft heilsuveik, einkum þá leið á ævi hennar, og
deyði hún 1783, undan manni sínum s(ýslu)m(ann)i
Magnúsi. Þeirra börn eru:
1. Síra Gísli á Tjörn á Vatnsnesi.
2. Halldór, var uppalinn í Viðey, lærði út fyrir sunnan.
3. Oddur, uppólst á Hrafnagili og lærði út í Hólaskóla.
4. Ingibjörg, var eftir fráfall foreldra sinna hjá notario
Oddi á Þingeyrum. Giftist Jóni Jónss(yni), ólærðum
manni en þó vel að sér, og búa þau nú á Auðunarst(öðum)
í Víðidal. (Ingibjörg varð ekkja um sumarið 1802).7 8 9
Æfintýr Benedikts Pálssonar
Síra Benedikt Pálsson (1723 — 1813), prestur á Stað á Reykjanesi
í Austur-Barðastrandarsýslu, samdi á árunum 1808—9 stutt
xfintýr um þá stúdenta, sem útskrifuðust úr Hólaskóla árin
1744—53, þ.e.a.s. í skólameistaratíð Gunnars Pálssonar bróður
hans. Benedikt var hálfníræður, þegar hann samdi þetta, en af
æfintýrinu er ljóst að hann hefur verið í fullu fjöri andlega. Þar
gefur hann kostulega lýsingu á ýmsum skólabræðrum sínum.
7 Sjá bréfaútdrætti Halldórs Hjálmarssonar í Bps. B V 8, bls. 223.
8 Sjá Alþingisbœkur íslands XV, bls. 14, (Rvík 1982).
9 Setning í sviga er síðari viðbót á spássíu. Hún sýnir að Halldór konrektor
hefur skrifað meginmálið fyrir 1802.
104