Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 107
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Honum tekst að vísu ekkert sérstaklega upp, þegar hann lýsir
Halldóri Jónssyni, segir að hann hafi verið „mikið laglegur
maður, bæði að sjón og raun.“ Annað, sem hann segir um síra
Halldór, hefur komið fram áður, og er því ekki ástæða til að
birta það hér.1
Þess má geta hér, að í kirkjusögu Péturs Péturssonar, síðar
biskups, sem kom út 1841, er getið helztu æviatriða Halldórs
Jónssonar. Sú frásögn virðist þó ekki hafa neitt sjálfstætt gildi,
og er henni því sleppt.2
Frásögn Jóns Konráðssonar á Mælifelh
Einn af mestu fræðimönnum Skagfirðinga á 19. öld var síra Jón
Konráðsson (1772 —1850) á Mælifelli. Meðal rita, sem hann tók
saman, voru prestasögur yfir Húnaþing, Hegranessþing og
Vaðlaþing, sem varðveittar eru í þremur bindum í Landsbóka-
safni (Lbs. 1263—5 4to). I miðbindinu er æviþáttur Halldórs
prófasts Jónssonar, í eiginhandarriti Jóns Konráðssonar. Þáttur-
inn mun saminn 1843, eða skömmu síðar. Síra Jón byggir þátt
sinn á verkum þeirra Hálfdanar Einarssonar og Halldórs kon-
rektors Hjálmarssonar, en bræðir þau brot saman í heilsteypta
frásögn. Auk þess bætir hann ýmsu við frá eigin brjósti. Má
segja, að þessi æviskrárgerð nái fullum þroska hjá Jóni Konráðs-
syni.
Halldór Jónsson: Hans foreldrar voru Jón Halldórs-
s(on), seinast prestur á Völlum í Svarfaðardal, og Helga
Rafnsd(óttir). Hann er fæddur í Grímsey í Aug(ustí)
1 Prentað aftan við fyrstu útgáfu Æfisögu Jóns prófasts Steingrímssonar (Rvík
1913 — 16), bls. 390. Handrit síra Benedikts er í steinklefa í Þjóðskjalasafni,
merkt: „Ymislegt úr latínuskólunum.“
2 Historia Ecclesiastica Islandúe; ab anno 1740, ad annum 1840, bls. 388.
Havni* 1841. (Á latínu).
105