Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 108
SKAGFIRÐINGABÓK
1723. Fór síðan með foreldrum sínum að Tjörn í Svarfað-
ardal, hvar hann var þrjú ár, síðan tekinn til fósturs af
Eyjúlfi presti á Völlum, en 11 vetra gamall var hann fyrst
til altaris. Þennan sinn fósturson fól Eyjúlfur prestur á
hendur kaupmanni Páli Cristjansen á Akureyri, 12 vetra
gamlan, hvör eð tók hann með sér til Kaupmannahafnar,
og kom honum í Vorfrúr skóla. En að 2 vetrum liðnum
kom hann hingað inn aftur, og eftir að hann lítinn tíma
hafði verið hjá föður sínum, tók fóstri hans, Eyjúlfur
prestur, við honum aftur og kom honum í skólann á
Hólum, hvaðan hann var eftir tveggja ára dvöl útskrifaður
1746 af skólameistara Gunnari Pálss(yni), þá 23 ára. Þann
4. Dec(embris) s(ama) á(r) var hann settur djákn að
Þingeyrum, en 1748, þann 17. Nov(embris), 23. s(unnu)-
d(a)g e(ftir) tr(initatis), var hann vígður þangað klaustur-
prestur, hvörju embætti hann þjónaði til þess á jóla-
föstunni 1751, þá hann eftir fengna collation [veitingu] af
amtmanni Pingel, varð klausturprestur á Reynistað. Eftir
fráfall Illuga prófasts [Sigurðssonar], var hann af biskupi
Gísla kallaður til að vera kirkjuprestur á Hólum. Um
haustið 1758 var hann constitueraður [settur] prófastur í
Skagaf(jarðar)s(ýslu), en um vorið eftir, 1759, tók hann
algjörlega við dómkirkjubrauðinu og flutti sig að Hólum,
en bú sitt flutti hann þangað frá Vík í fardögum 1760.
1765 var hann með síra Jóni Vídalín1 citeraður [boðað-
ur] á Alþing í Junio, í nýja laga conferencið, og ferðaðist
þangað. A sama ári, 1765, seint í Sept(embris)mánuði, var
Hólastóll úttekinn af Vigfúsi Scheving, og var Halldór
prófastur í því verki, og þókti ærið vandaverk, því langt
var liðið um frá láti Halldórs biskups, og hafði biskups-
1 Jón Vídalín (1726—1767) prófastur, bjó í Laufási.
106