Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 109
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
stóllinn ekki úttekinn verið til handa Gísla biskupi fyrri
en nú.
Lengi fór vel á með biskupi Gísla og Halldórs prófasts,
því biskupi líkaði hið bezta við prófast, en eftir áminnsta
úttekt varð heldur færra milli þessara miklu manna, hvar
til og fleiri orsakir studdu á síðustu árum Halldórs pró-
fasts. (Halldór próf(astur) kunni illa við víndrykkjur
Hólamanna, sem þá tíðkuðust).2
1767 í Junio var hann aftur á Alþingi við laga confer-
encið, þar til kallaður.
1769, þann 17. Sept(embris), byrjaði hann visitatiuferð
sem oftar, komst áleiðis að Víðimýri, þó með veikum
burðum. Komst þaðan heim aðfaranótt mánudagsins þess
25. s(ama) m(ánaðar). A mánudaginn var hann lengstum á
fótum, en á þriðjudaginn var hann mjög þungt haldinn.
Gjörði þá kona hans boð Hálfdani skólameistara að vera
nærverandi hvað sem í skerast kynni. Var hann með máli
og rænu þegar Hálfdan kom, greip í hönd hans með
gleðibragði og hélt henni stöðugl(ega), en óðum dró af
honum. Undir sitt síðasta hrópaði hann mörgum sinnum
þessi eftirtekta(r)verðu orð: Jesu Summa Futura! og
andaðist að kvöldi þess 26. Sept(embris). Yfir honum
parenteraði Jón Jónss(on), síðar prófastur, þann 5. Oct(o-
bris) 1769. Text(us): Luc(as) 2, 29.3
Halldór prófastur var mikill maður vexti, fríður sýnum
og fyrirmannlegur. Var til þess tekið á Alþingi, þegar þeir
voru þar til samans Gísli biskup Magnúss(on), Halldór
2 Setning innan sviga er skráð neðanmáls.
3 Sighvatur Borgfirðingur lagar þetta í hendi sér, og segir: „og andaðist að
kveldi þess 26. september 1769, 46 ára gamall en 21 árs prestur. Yfir honum
söng séra Jón Jónsson í Hofstaðaþingum, síðar prófastur, þ(ann) 5. október
sama ár, og lagði út af Lúk(as) 2, v. 29.“
107