Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 110
SKAGFIRÐINGABÓK
prófastur og Þórarinn sýslum(aður), allir að norðan, að
þeir væru allir miklir menn og höfðinglegir, svo leitun
væri á öðrum eins.4
Halldór próf(astur) var með lærðari mönnum á sinni
tíð, gætinn og stilltur vel, ljúfur og viðfelldinn í allri
umgengni, þó enginn jábróðir, heldur alvörugefinn og
röksamlegur þegar á þurfti að halda. Hann examineraði
skólann á sunnudagskvöldum og fimmtudögum sem vani
var til, og lét það skjaldan hjálíða. Höfðu skólapiltar
mikla virðing og elsku á honum fyrir lempni hans í því
verki. Mælt var og að skólapiltar hefðu einatt skotið til
hans í laumi, þegar eitthvað þungskilið var fyrir þá lagt,
og jafnvel að Mag(ister) Hálfdan hefði stundum haft grun
þar um og þókt gaman að reyna prófast, og jafnan furðað
sig á hans heppilegu úrlausnum. Hann lagði sig líka mikið
eftir bóklegum menntum. Ritlingur var eftir hann á latínu
um ortographiam vorrar tungu, sem hann samið hafði á
Þingeyrum. Ekki var það ritverk fullkomið, en sýndi að
hann borið hafði gott skynbragð á það efni. Hann m(un)
og margt numið hafa af Eyjúlfi pr(esti) á Völlum, og eitt
og annað haft hafa — að sögn manna — undir höndum af
ritum hans. Annars voru bréf Halldórs prófasts mikið
dönskublönduð, eftir ritmáta margra á hans dögum. Eftir
hann skulu líka hafa verið athugasemdir, ekki stuttar, yfir
2. bók nýju laganna, og sýna góða greind í geistlegum
lögum.
Halldór prófastur var efnagóður, hófssamur og góður
gæzlumaður fjár síns. Væntu menn peninga eftir hann
látinn, en ekki komu þeir í ljós og varð þar af þras og
stefnufarir til forgefins.
4 í Sögu frá Skagfirðingum I, bls. 85, segir Jón Espólín: „Gísli biskup var þó
hæstur þeirra og einna sköruglegastur, Halldór hraustlegastur, en Þórarinn
minnstur og snotrastur."
108