Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 111
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Árið 1751, þegar síra Halldór var prestur til Þingeyra-
klausturs, biðlaði hann til Salvarar, d(óttur) Þórðar pró-
f(asts) á Staðastað, Jónss(onar) biskups Vigfúss(onar), og
Margrétar Sæmundsd(óttur). Salvör var fædd 1715 og hét
eftir móðurmóður sinni, Salvöru5 Vigfúsdóttur, systur
Jóns biskups Vigfúss(onar). Salvör átti Vík í Reynistaðar
kirkjusókn og átti þar heima. Hún tók vel bónorði síra
Halldórs, en áskildi að hann fengi klausturbrauðaskipti
og settist að Vík sinni. Fékk þetta framgang, sem áður er
sagt, og vék hann frá Þingeyrum á jólaföstu að Vík, en
eftir nýár 1752 hélt hann brúðkaup til hennar.
Þ(eirra) b(örn):
1. Jens, deyði 11 daga gamall.
2. Gudrún, hlaut skemmri skírn, lifði 1 dægur.
3. Helga, fædd 25. Aug(ustí) 1755, giftist 1771 Magnúsi
sýslum(anni) í Húnavatnss(ýslu) Gíslas(yni), biskups á
Hólum Magnúss(onar). Helga var oft heilsuveik, einkum
þegar leið á ævi hennar, og deyði 1783 á Geitaskarði
undan manni sínum Magnúsi s(ýslu)m(anni).
Þeirra börn:
a. Gísli Magnúss(on), prestur á Tjörn á Vatnsnesi.
b. Halldór, var uppalinn í Viðey, lærði út fyrir sunnan.
c. Oddur, uppólst6 á Hrafnagili, lærði út í Hólaskóla.
d. Ingibjörg: Eftir fráfall foreldra sinna uppólst hún á
Þingeyrum hjá notario Oddi. Giftist Jóni Jónss(yni) frá
Hvammi í Vatnsdal, ólærðum, en hagleiks- og gáfumanni,
og bjuggu þau á Auðunarstöðum í Víðidal. Jón deyði
1802 á lestaferð vestur undir Snæfellsjökul. Aftur giftist
Ingibjörg Einari presti á Hjaltabakka, Guðbrandss(yni),
og deyði á Auðkúlu sumarið 1842, en síra Einar maður
5 Misritað Salbjörgu. Sama misritun er í næstu setningu.
6 I handriti stendur útólst, sem mun vera misritun, sbr. texta Halldórs
Hjálmarssonar.
109