Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
hennar þar um veturinn eftir. Með fyrra manni sínum átti
hún nokkur börn, en ekkert með þeim síðari.7
Eftir dauða Halldórs prófasts fór Salvör ekkja hans aftur
að Vík, eignarjörð sinni, og deyði þar 10. Jun(ii) 1771, 56
ára, grafin að Reynistað 21. s(ama) m(ánaðar). Eftir Sal-
vöru fundust meiri peningar en vant var, og þókti mönn-
um þá sýnt, hvað orðið hefði af peningum manns hennar.
Þókti konan féglögg meðan lifði, undarleg í skapi og
Halldór próf(astur) ekki öfundar verður af henni, enda
var heldur fátt þeirra á milli.8
Úr Prestaæfum Sighvats Grímssonar Borgfirðings
Sighvatur Grímsson Borgfirðingur (1840 — 1930) lét eftir sig
mikið handritasafn, sem hann hafði sjálfur samið eða skrifað
upp. Prestaæfir hans skipa svipaðan sess í æviskrárgerð liðinna
alda, og Flateyjarbók í konungasagnarituninni fornu. Verk
Sighvats er lokaniðurstaða af langri þróun, og auk þess meira að
vöxtum en nokkurt annað hliðstætt rit. Sighvatur hefur dregið
saman nær allt, sem hann hefur fundið um prestana í prentuð-
um og skrifuðum heimildum, og bræðir það saman í æviþætti.
Flest skrifar hann nokkuð beint upp, en af hóflegri nákvæmni.
Það skilur þó á milli Prestaæfanna og Flateyjarbókar, að heim-
ildir Sighvats eru flestar ennþá til. Þrátt fyrir þetta er verk
Sighvats á ýmsan hátt gagnlegt, einkum af því að hann tilgreinir
heimildir sínar.1
Nær allt það efni, sem Sighvatur hefur um Halldór Jónsson,
7 Niðjatal Helgu Halldórsdóttur er rakið fram undir lok 19. aldar í Sýslu-
mannaxfum I, bls. 621—2.
8 I ættartölubókum Espólíns segir: „Ast þeirra heit fyrst, kólnaði merkilega."
(Dálkur 255).
1 Æviþáttur Halldórs Jónssonar er í Prestaæfum XIV2 (Lbs. 23712 4to), bls.
1214-1230.
110