Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
frá í þjóðsögunni. Það getur skýrt hinn mikla veruleikablæ, sem
er á frásögninni. Þorvarður var prestur í Holti 1847—1862 og
mun þjóðsagan skráð á þeim árum.
Uppkast að sögunni er í handritinu Lbs. 531 4to, bls. 609 —
12, þó ekki með hönd Þorvarðar. Hreinrit með breytingum
Jóns Arnasonar er í sömu bók, bls. 643 — 5, en í þeim búningi
var sagan upphaflega prentuð. Samanburður leiðir í ljós, að Jón
Arnason hefur gert talsverðar breytingar á orðfæri og stíl,
flestar til bóta. Hann virðist þó ganga full langt í að staðla
orðalag. Hér á eftir verður farinn millivegur, og sagan prentuð
með nokkurri hliðsjón af uppkastinu.
SKYGGNA STÚLKAN VIÐ MÝVATN
Við Mývatn var stúlka nokkur. Hún var þríburi. Annað
barnið sem með henni fæddist kom andvana, en hitt dó
skömmu eftir fæðinguna; sjálf náði hún hér um tvítugs-
aldri. I uppvexti var hún mjög ógjörvuleg, fékk seint mál,
og var það ætlun manna hún mundi skiptingur verða. En
þegar hún dróst lengra á legg, vitkaðist hún sem annað
fólk að öðru leyti en því að hún var ætíð hjárænuleg og
jafnan óglaðvær. Fór þá að bera á því, að hún sæi fylgjur
manna öðrum framar svo hún gat sagt fyrir gestakomur.
Svo gjörðust mikil brögð að þessu á hennar síðustu árum,
að hún sá menn í fjarlæg héruð, er annað tveggja voru
langt leiddir eða aðkomnir dauða. Og svo var um fleiri
merkis viðburði sem síðar mun sýnt verða. Til vinnu var
hún næsta ónýt og var prjónaskapur næstum hennar
einasta verk. Atti hún vanda til að sitja heilum tímum
saman eins og agndofa og hvessa augu í ýmsar áttir innan
húss þótt aðrir sæju ekkert er tíðinda þætti vert.
Jón Einarsson bóndi í Reykjahlíð, maður Bjargar Jóns-
dóttur frá Völlum í Svarf(að)ardal, fór árið [1769] með
Halldór son sinn vestur að Hólum í Hjaltadal til móður-
112