Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 115
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
bróður síns, dómkirkjuprests síra Halldórs Jónssonar, til
að koma honum fyrir til kennslu. Þegar Jón skildi við síra
Halldór var hann heill heilsu. En þegar pilturinn hafði
verið þar skamma stund tók presturinn sótt sem leiddi
hann til bana. En það er af stúlkunni að segja, að fyrr en
nokkur fregn um veikindi hans kæmi norður til Mývatns
segir hún einn dag upp úr þurru: „Nú er síra Halldór á
Hólum lagztur" — og nokkrum dögum síðar segir hún
enn upp úr eins manns hljóði: „Mikið er síra Halldór
þungt haldinn, nú er hann aðframkominn." En að kvöldi
sama dags segir hún: „Nú er síra Halldór dauður." Þetta
tal stúlkunnar barst til Reykjahlíðar til Bjargar systur síra
Halldórs. Fékk það henni svo mikillar áhyggju, af því
menn höfðu áður reynt að mikið rættust fyrirsagnir henn-
ar, að hún hélt við rúmið þar til maður hennar kom heim
úr ferð sinni og gat hughreyst hana með því að síra
Halldór hefði verið heilbrigður þá þeir skildu. En nokkru
fyrir jól fékk hún bréf að vestan um viðskilnað bróður
síns; fundu menn þá, að spádómstími stúlkunnar og
dánardægur hans stóðust á endum.2
Útfararminning Salvarar Þórðardóttur
Hinn 21. júní 1771 var gerð útför Salvarar Þórðardóttur, frá
Reynistaðarkirkju. Prófasturinn, síra Jón Jónsson á Hjaltastöð-
um, flutti þá yfir moldum hennar ræðu þá, sem hér verða birtir
kaflar úr. Ræðan er varðveitt í eiginhandarriti prófasts, í Lbs.
849 4to. Fremst í handritinu er titilblað, síðan kemur guðræki-
legt ávarp Jóns prófasts til Helgu Halldórsdóttur, sem þá var 16
2 I uppskrift dánarbús Halldórs Jónssonar frá 14. október 1769, segir:
„Bleikblesóttur hestur, nú sendur norður að Reykjahlíð til reiðar Halldóri
litla Jónssyni, virtur 70 álnir.“
113