Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK
ára og nýlega gift Magnúsi Gíslasyni, settum sýslumanni í
Hegranessþingi. Avarpið er alls 10 bls. og dagsett 28. desember
1771. Líklega hefur Helga óskað eftir að fá æviminningar
foreldra sinna, og Jón á Hjaltastöðum skrifað ávarpið henni til
huggunar. A.m.k. segir hann í lokaorðum: „Yðar uppbyrjað
ektastand, verði yður langætt og lukkusælt gleðistand, sem
yfirgnæfi, já, uppsvelgi undanfarandi sorgarstand."
A eftir ávarpinu kemur líkræðan, sem varðveitt er í heild.
Hún er fjórskipt, eins og venjan var. Fyrst stutt bxn, tvær síður,
síðan kemur inngangurinn, 8 síður, þá lífshistorían eða ævi-
minningin á 8 síðum, og loks textans útskýring, 19 síður. Hér er
aðeins prentuð titilsíðan, bænin og æviminningin. Akveðið var
að láta bænina fljóta með, því að hún gefur nokkra hugmynd
um andrúmsloftið í kirkjum 18. aldar.1
Tjalda verður til einnrar nætur
en heima er hvörjum hollast
stuttlega fram sett í einfaldri ræðu
yfir þaug vigtugu orð postulans s(anc)ti Páls
II. Cor: 5, 1.
Við sorglega jarðarför, þeirrar í lífinu
velæruverðugu og dygðum prýddu höfðings kvinnu
sálugu Madame SALVARAR ÞÓRÐARDÓTTUR
sem fram fór í klausturkirkjunni að Stað í Reynisnesi
þann 21. Junii Anno 1771
í margra góðra og göfugra manna
samkvæmi
1 Bænin byrjar á blaði 7, og endar ofarlega á 8r. Æviminningin byrjar á miðju
12r og endar á miðju 16r. Líkræðan endar á blaði 25v í handritinu.
114