Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 117
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
BÆNIN
Ó, Jesú Christe! Þú dauðans dauði! Þú helvítis ólyfjan!
Þú Abbadons og Apollions fordjarfari! Jesú Christe! Þú,
vorra blóðskuldugu sálna blessaði blóð-brúðgumi! Jesú
Christe! Vér dauðans börn hrópum nú upp úr djúpinu, já,
svo gott sem upp af þeim djúpa helvítis kviði, til þín, sem
ert höfðingi lífsins, og dauðann deyjandi deyddir, en lífið
og ódauðlegleikann í ljós leiddir. Vitandi og viður-
kennandi, að vorar dauðlegar himinhrópandi syndir eru
fleiri en hárin á voru höfði, eður sandurinn á sjávar-
ströndu, hverra hin allra minnsta tilfærir oss, ekki einasta
þann tímanlega, heldur þann eilífa dauða, ef eftir réttu
gengur. O, Herra Guð! Vér hræðumst að sönnu dauðann,
svo sem einn konung skelfinganna, en elskum þó og ölum
hjá oss þær orsakir, sem niðursökkva oss í það skelfilega
dauðans afgrunn. Fyrirgef oss nú, fyrirgef oss þessa vora
ónáttúrlegu tilhneiging, Drottinn! vor Guð! Og gef oss að
sú áminnilega bending til vor í dag, verki það hjá oss, að
vér hugsum um vort síðasta, svo vér aldrei hér eftir illa
gjörum.
Þú hefur enn nú höggvið eitt skarð í Israel, með
burtkallan þeirrar í lífinu velæruverðugu dygðelskandi
höfðingskvinnu, sálugu Madame Salvarar Þórðardóttur,
sem hér liggur nú andvana lík, fyrir vorum augum.
Stjórna oss nú með þínum anda, að dauðans mynd standi
nú, hér eftir, svo uppmáluð fyrir vorum sálum og hug-
skotum, að þá vér eitt sinn skulum láta lífið og ganga í
gegnum dauðann, mættum vér vera fullöruggir og efa-
lausir sem Abraham, hvör eð var hlýðinn þá hann var
kallaður til þess staðar, hvörn hann skyldi taka til arfs, og
gekk út, þó hann ekki eiginlega vissi hvört hann skyldi
koma. Eða svo sem rétt skikkuð Guðs börn, sem vita fyrir
víst, að það er föðurnum þóknanlegt, að gefa þeim ríkið.
115