Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 118
SKAGFIRÐINGABÓK
Já, vita hvörjum þaug hafa trúað, og að Guðs dýrmætu
fyrirheit séu þeirra styrkur í dauðanum, sem lofa eilífri
dýrð eftir dauðann, og líkamans upprisu til þess eilífa lífs.
Bænheyr oss hér um, elskulegi faðir!
Faðir vor, etc.
LfFSHISTORÍAN
Hafi eg gott mannorð, þá verð eg nógu ríkur, sagði einn
heiðinn maður forðum daga (Plautus), og sýndi hann það
satt að vera, sem Paulus segir, að heiðingjarnir sem ekki
hafa lögmálið, eru sér sjálfum lögmál og sýna verk lög-
málsins skrifað í sínum hjörtum (Rom: 2, 14—15), því
soddan meining samstemmir rétt Guðs heilaga opinber-
aða orði. Eitt gott nafn er kostulegra en stór ríkdómur
(Prov: 22). Pví segir og Siracides: Haf umhyggju fyrir
góðu nafni, því það helzt við þig framar en þúsund stórir
fjársjóðir af gulli. Eitt gott líferni hefur vissa daga tölu
(varir lítinn tíma) en eitt gott nafn varir ævinlega (Siracidæ
42, 14—15 vel 41, 14—15). Þetta hefur sú sæla Drottins
unnusta tekið sér bæði til athuga og eftirbreytnis og
sífellda umhyggju borið fyrir góðu mannorði, meðan hún
lifði, svo það lifir nú, að henni liðinni, og er betra en eitt
gott salve [smyrsl] (Eccl: 7, 1) hvörs vel lugtandi ilmur og
kröftug verkan má nú þéna þeim eftir þreyjandi til upp-
örvunar í því, að æfa sig í hennar mannkostum, blíðlyndi,
hógværð, lítillæti, ásamt öðrum kristindómsins dygðum,
sem hún svo kostgæfilega iðkaði; og vil eg því fátt eitt í
minnum vekja um hennar inngang, framgang og útgang af
þessu lífi, sem hér eftir fylgir.
Sú velæruverðuga nú í Guði sætlega burt sofnaða sáluga
Madame Salvör Þórðardóttir, er borin og barnfædd í
þennan heim að Stað á Ölduhrygg þá datum skrifaðist
1715. Hennar faðir var velæruverðugur og hálærður síra
116