Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 119
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
Þórður Jónsson, prestur sama staðar og prófastur í
Þórsnessþingi. Hans faðir var Mag(is)ter Jón Vigfússon
biskup yfir Hólastifti. Hans faðir, Vigfús Gíslason, hafði
studerað við Kaupenhafnar háskóla svo vel, að hann var á
þeim öldum kallaður hinn lærðasti maður, svo hann
forþénaði skólameistaraembætti í báðum landsins
skólum, fyrst í Skálaholti, og síðan hér að Hólum, og svo
mikið nafn hafði hans lærdómur honum afrekað, að hann,
óvígður maður, sem ei hafði enn þjónað prestsembætti,
var í biskupskjörinu 1631. En skömmu þar eftir varð hann
sýslumaður, bæði í Arnes- og Rangárvallasýslum.
Móðir Mag. Jóns Vigfússonar var Katrín, dóttir Er-
lends Ásmundssonar á [Stórólfsjhvoli, en móðir Katrínar
var Salvör, dóttir Stephans prests að Odda, sonar Gísla
Jónssonar biskups í Skálholti.
Faðir Vigfúss Gíslasonar var sá nafnfrægi höfðingi,
Gísli Hákonarson lögmaður sunnan og austan, samt um
nokkurn tíma sýslumaður í áðurnefndum sýslum. Kona
Gísla lögmanns, en móðir Vigfúss, var Helga, dóttir síra
Jóns Krákssonar prests að Görðum á Álftanesi, hálfbróð-
urs herra Guðbrands biskups Þorlákssonar.
Faðir Gísla lögmanns var Hákon sýslumaður í Rangár-
þingi. Hans kona var Þorbjörg dóttir Vigfúss Þorsteins-
sonar og Onnu Eyjólfsdóttur, Einarssonar, Eyjólfssonar
lögmanns; en móðir Önnu var Helga dóttir Jóns biskups
Arasonar.
Faðir Hákonar var Árni Gíslason, ættsælasti og nafn-
frægasti maður, ei einasta í sinni tíð, heldur og eirnig
síðar. En kona Árna Gíslasonar var Guðrún, dóttir Sæ-
mundar Eiríkssonar og Guðríðar Vigfússdóttur að Hlíð-
arenda.
Móðir sáluga prófastsins síra Þórðar Jónssonar, var
sáluga frú Guðríður Þórðardóttir, hvörrar faðir var sá
nafnfrægi lærði maður síra Þórður Jónsson prestur í
117