Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
Hítardal, og lengi prófastur yfir öllu Þverárþingi. Móðir
sálugu hússtrúr Guðríðar Þórðardóttur, var Helga dóttir
Arna lögmanns, Oddssonar biskups að Skálholti. Kvinna
Árna Oddssonar var Þórdís, dóttir Jóns bónda á Holta-
stöðum. En móðir Arna var Helga, dóttir Jóns bónda
Björnssonar, prests að Melstað, prófasts, officialis, og um
stund ábóta að Þingeyrum, Jónssonar biskups Arasonar.
En móðir síra Þórðar Jónssonar var Guðríður, dóttir
Gísla lögmanns Þórðarsonar, ogso lögmanns. En móðir
Guðríðar var Ingibjörg, dóttir Arna Gíslasonar á Hlíðar-
enda.
Móðir sálugu Madame Salvarar Þórðardóttur, var
Margrét dóttir síra Sæmundar Oddssonar prests að Hítar-
dal. Faðir síra Sæmundar var Oddur bóndi, bjó á föð-
urleifð sinni Stóru-Borg í Borgarfirði. Kona Odds var
Guðrún, dóttir Sæmundar bónda Árnasonar, Gíslasonar
frá Hóli í Bolungarvík. Faðir Odds var Þorleifur Bjarna-
son í Búðardal, en móðir hans Elen Benedictsdóttir.
Foreldarar Þorleifs voru Bjarni Oddsson, Tumasonar,
Oddssonar, Sigurðarsonar, Geirmundarsonar, og Sigríðar
Þorleifsdóttur lögmanns Pálssonar frá Skarði, Jónssonar,
Asgrímssonar, og Kristínar Guðnadóttur, Oddssonar lög-
manns Þórðarsonar, er kallaður var leppur.
Móðurmóðir sálugu Salvarar, var Salvör Vigfúsdóttir,
systir biskups Mag. Jóns Vigfússonar, og þarf ekki þá ætt
hér framar upp að telja, svo sem hún er áður inn færð, og
þar að auki öllum gagnkunnug svo sem sú nafnfrægasta
og bezta ætt á öllu landinu.
Strax eftir fæðinguna lögðu hennar ypparlegu foreldrar
kapp á að innplanta hana sínum frelsara, svo hún fyrir
skírn og kristni, ásamt líkamans aldri og þroska, kynni að
eflast í náð hjá Guði og mönnum.
Olst hún svo upp hjá sínum elskulegu foreldrum, allt til
118