Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 121
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
þess Guð burtkallaði hennar sáluga föður á hennar unga
aldri2, hvörs vegna hún hlaut að víkja hingað í sýslu, að
Hofi á Höfðaströnd, til sinnar dygðaríku föðursystur,
Helgu sálugu Jónsdóttur, ektakvinnu sýslumannsins (þá-
verandi), Jens Spendrup, með hvörjum hún veik, eftir
nokk(ur)ra ára tíma, hingað að Reyniness staðar klaustri,
og svo eftir þeirra afgang,3 vestur að Breiðabólstað á
Skógarströnd, til systur sinnar Þorbjargar Þórðardóttur,
ektakvinnu síra Asmundar sáluga Jónssonar, hvar hún
dvaldi nokkur ár, eftir hvör liðin, hún flutti sig að Vík í
Staðarsveit í Skagafirði, hvar hún inngekk h(eilagan) ekta-
skap með velæruverðugum síra Halldóri Jónssyni, þáver-
andi klausturpresti að Reyniness stað, og síðar dóm-
kirkjupresti að Hólum, og prófasti í Hegraness sýslu.
Þeirra hjónaband blessaði Guð með þremur börnum, af
hvörjum tvö eru burtsofnuð, en það þriðja, nefnilega
jómfrú Helga Halldórsdóttir, er hér til staðar, syrgjandi
sína sálugu móður, hvörri Guð, miskunnsemdanna faðir,
virðist að vera til huggunar og forsvars í föður og móður
stað.4
Þá þessi sáluga höfðingskvinna hafði lifað í h(eilögu)
hjónabandi 17 ár, þóknaðist drottni að burtkalla hennar
góða ektaherra, prófastinn síra Halldór Jónsson, eftir
hvörs afgang hún flutti sig aftur upp á nýtt hingað að Vík,
á næst fyrir farandi vori. En í vetur eð var, aflíðandi
jólum, heimsókti Guð hana með einum sérlegum krossi,
sem var mikill, yfirnáttúrlegur þungi og máttleysi í líkam-
anum, hvar af hún hefur síðan hlotið við sængina að
2 Salvör var 5 ára þegar hún missti föður sinn, 1720, og 10 ára þegar móðir
hennar dó, 1725.
3 Jens Spendrup dó 1735, þegar Salvör var tvítug.
4 Helga var 14 ára, þegar hún missti föður sinn, og tæpra 16 ára, þegar móðir
hennar dó.
119