Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 122
SKAGFIRÐINGABÓK
halda, svo þunglega þjáð, að hún kunni hvörki til orða né
verka, sér nokkurt lið að veita, utan hvað hún gat einasta
gefið teikn til þess, að hún vildi meðtaka síns frelsara Jesú
Christí allraheilagasta hold og blóð, í altarisins sakra-
menti, hvað henni síðast meðdeilt var af hennar sóknar-
presti, æruverðugum síra Jóni Gunnlaugssyni, á næst-
liðinni h(eilagri) þrenningarhátíð. Þar eftir þreyði hún
þolinmóðlega, bíðandi eftir tilkomu síns endurlausnara,
allt þangað til þann 10. yfirstandandi Junii mánaðar, þá
Guð burtkallaði hana frá þessu auma lífi til síns dýrð-
arríkis, á 56. ári síns aldurs.
Lof og þakkir séu almáttugum Guði fyrir hennar lausn
frá líkama þessa dauða. Hann gefi oss sem að eftir lifum,
náð síns h(eilaga) anda, til þess að lifa hér í heimi guðræki-
lega, svo vér á voru endadægri, mættum í friði fara og
fullkomlega frelsaðir frá öllu illu innleiðast til þess húss,
sem eigi er með höndum gjört, eilíft á himnum. Það
bænheyri góður Guð, í Jesú nafni! AMEN!
Lokaorð
Þó að hér hafi einungis verið teknar til athugunar heimildir um
einn mann, Halldór prófast Jónsson, má telja víst að skyldleika
heimilda um aðra presta sé líkt háttað. Því ætti þessi samantekt
að geta komið að gagni hverjum þeim, sem afla þarf upplýsinga
um 17. eða 18. aldar klerka úr Hólabiskupsdæmi. Ekki ættu
menn að láta fram hjá sér fara rit þeirra Hálfdanar Einarssonar
og Halldórs konrektors Hjálmarssonar, þó að þau séu erfið
aflestrar óvönum. Flest efnisatriði þeirra mun þó mega finna hjá
Jóni Konráðssyni. Þeir Gísli Konráðsson og Hallgrímur djákni
Jónsson virðast ekki hafa eins mikið sjálfstætt gildi. Þó er rétt
að kynna sér rit þeirra. Loks má nefna, að gagnlegar heimildatil-
120