Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 124
UM BÚSKAPARHÆTTI Á HRAUNI Á SKAGA
1883-1919
eftir RÖGNVALD STEINSSON á Hrauni
HRAUN á Skaga var í eigu biskupsstólsins á Hólum að tveimur
þriðju hlutum, en þriðjung átti Reynistaðarklaustur. Jörðin var
20 hundruð að dýrleika 1709, og fylgdu henni þá þrjú kúgildi
(18 ær) og landskuldin eitt hundrað 120 álna.
Þegar Hólastólsjarðir voru seldar 1802, seldist eignarhluti
dómkirkjunnar með tveimur þriðju hlutum kúgilda á 84 ríkis-
dali og 34 skildinga. Árið 1861 var jörðin metin á 19.9 hundruð
120 álna, árið 1922 á 75 hundruð krónur og 1942 á 146 hundruð
krónur. Þann 1. júní 1918 fékk þáverandi ábúandi, Sveinn
Jónatansson, kaupafsal fyrir þriðjungi jarðarinnar frá Ræktun-
arsjóði Islands. Kaupverð þessa þriðjungs var 170 krónur.
Steinn L. Sveinsson og kona hans, Guðrún Kristmundsdótt-
ir, eignuðust jörðina með kaupaafsölum 30. maí 1914 og þriðj-
ung með afsali 1. nóvember 1924.
Árið 1883 fluttist hingað afi minn, Sveinn Jónatansson og
kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir frá Hóli, dóttir Jóns
Rögnvaldssonar hreppstjóra, sem síðar fluttist til Vesturheims.
Sveinn afi minn var mjög mikill ákafamaður. Hann var mikill
sjómaður, aflamaður góður, og formaður ágætur, veðurglöggur
með afbrigðum og stjórnandi með ágætum. Hver hafði sinn
háttinn á veðurathugunum, en reynt var að fylgjast með, hvort
loftið tæki miklum breytingum og hvernig. Viðsjárvert þótti ef
blika var á lofti. Þá gáfu menn því gaum, hvort skýjahreytingur
122