Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
það fyrir brjósti brenna, heldur var róið í land og það allrösk-
lega, vaðarhöldin tekin og farið um hæl aftur á miðin.
Þessi dæmi sýna, að oft var pat á karli að komast á sjóinn, en
hann var síður en svo glannafenginn við sjó. Hann var sem fyrr
segir prýðilega veðurglöggur og var fljótur í land ef illa leit út.
Hann sagði mér einu sinni frá því, þegar hann var settur í fyrsta
sinni við stýri á bát. Það var einhverju sinni sem oftar, að farið
var með viðarfarm frá Þangskála til Sauðárkróks. Hæg austanátt
var á og góður léttir af segli. Eg man eftir þremur mönnum á
bátnum, en þeir hafa sennilega verið fleiri, trúlega fjórir. Þessir
menn voru auk afa, Jónatan langafi minn og Sigurður föður-
bróðir afa, bóndi í Efranesi. Afi sagði, að faðir sinn hefði verið
lítill fyrirhyggjumaður við sjó og ofhlaðið illa. Jónatan var
formaður í þessari ferð, en afi var drengur um fermingu. Þegar
komið var inn með Reykjaströndinni, gerði skarpa hafgolu, og
ætlaði þá allt í kaf. Þá segir Sigurður við bróður sinn, hvort
hann vilji ekki láta strákinn taka við stýrinu. Karl hélt, að það
breytti ekki miklu, en samt varð úr, að afi tók við stjórn á
bátnum, og hann sagði síðar eitthvað á þessa lund: „Gott hefur
það sjálfsagt ekki verið, en ekki gat það verið verra, og til
Sauðárkróks komumst við heilu og höldnu, og þegar þangað
var komið sagði faðir minn, að bezt væri, að eg tæki við stjórn á
bátnum hér eftir, og sú varð raunin.“
Allar sjóferðir undir stjórn afa míns enduðu farsællega. Sull-
aðist hann þó mikið, bæði í hákarlalegum um hávetur og aðra
tíma árs, og þó er sjór oft úfinn hér við Skagann, einkum þó í
austan og norðaustanátt, því þá er straumur á móti vindi.
Lendingar eru heldur hvergi góðar þegar í vont er komið.
Eg ætla að greina frá tveimur atvikum að auki, sem hentu afa
minn á sjó, en í fyrra skiptið var hann ekki við stjórn. Þá bjó
Jónatan langafi í Króki, sem er yzti bær innan við Króksbjarg.
Þar er mjög vond lending, skerjagarður fyrir allri ströndinni og
nefnist Þröskuldur; nær hann inn að Harastöðum. A stöku stað
eru þó einhver smásund, sem sigla má í gegn með lagi. Þrösk-
124