Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 127
BÚSKAPARHÆTTIR Á HRAUNI
uldur þessi er nokkuð frá landi, og brýtur á honum í kviku.
Einhverju sinni að hausti reru þeir feðgar og með þeim
unglingspiltur, sem eg veit ekki hvað hét. Meðan þeir voru á
sjó, brimaði við ströndina, en þegar brimróðurinn var tekinn,
stafnstakk bátnum á Þröskuldinum. Pilturinn losnaði strax við
bátinn, og sáu þeir hann ekki meir. Hann drukknaði, en
Jónatan komst á kjöl og hélt sér, en afi náði með annarri
hendinni undir röng, og var höfuðið upp með borðstokknum
utanvert; lék því borðstokkurinn á öxl hans og þannig hékk
hann á bátnum, meðan hann bar inn með landinu, allt móts við
Kurf, en það er um þriggja km vegalengd. Hann sagði, að færi
hefði slegizt um fót sinn og hefði báturinn hangið fastur í því
talsvert lengi, þar til færið slitnaði.
Þegar bátinn hafði borið inn um bæinn á Kurfi, náðu menn til
hans og björguðu afa og Jónatan langafa. Afi sagði mér, að sér
hefði verið farið að líða vel og sér hefði alltaf verið lítið um
björgunarmann sinn gefið eftir þetta. Hann sagðist ekkert muna
frá því hann var tekinn af bátnum þar til hann vaknaði eftir
nokkurn tíma heima á Kurfi. Sagt var mér, að ekki hefði gengið
vel að ná honum af bátnum, því slíku dauðahaldi hefði hann
gripið í borðstokkinn. Hann sleit sig frá björgunarmönnum
þegar upp í fjöruna kom og hljóp heim að bænum, talsverðan
spöl.
Oðru sinni var afi á leið til Skagastrandar með viðarfarm.
Ekki sagði hann að verið hefði mikið hlaðið, en nokkurt
háfermi. Voru þeir með nokkra harðfiskpakka ofan á viðnum.
Austan stífur kaldi var á og leiði gott, afi var formaður og
stýrði. Með honum voru langafi, þá orðinn talsvert roskinn, og
Hermann Jónsson, mágur hans. Þegar kom inn með Króks-
bjargi fór Jónatan langafi eitthvað að brölta um bátinn, og
skyndilega valt einn harðfiskbagginn fyrir borð og karlinn með.
Nú voru höfð við snör handtök, bátnum beitt upp í vind, og er
svo var komið skar Hermann á klóna. Var svo tekið til ára og
bátnum róið þangað sem slysið varð. Var þá gamli maðurinn að
125