Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 128
SKAGFIRÐINGABÓK
sökkva. Faðir minn sagði mér, að svo glöggt hefði staðið, að
með því að seilast sem hann gat, náði afi í skóvarp föður síns.
Þetta var að sumri til og sólskin og gott veður. Karl fór úr öllu
og vatt fötin. Var svo haldið til Skagastrandar, og varð honum
ekki meint af volkinu. Mönnum þótti þarna snarlega við brugð-
ið og rétt að staðið, því talsverð ferð var á bátnum.
Eg hef nú dvalið við frásögn af afa mínum. Mér fannst eg ekki
geta skrifað þetta nema minnast hans, þetta var slíkur hetjukarl.
En nú skal lýst búskaparháttum hér á Hrauni. Eg held þeir hafi
verið í líku horfi og annars staðar, nema hvað héðan mun sjór
hafa verið stundaður meira en víðast hvar. Þá er fyrst til að taka,
að er leið fram á útmánuði var farið að róa í hákarl. Kom þó
fyrir, að róið var í hákarl á þorra. Var stundum legið yfir
nóttina ef veðurútlit var gott og hákarlinn kom ekki fyrr en
undir kvöld. Til þessara veiða var hafður sexæringur fyrst, sem
Víkingur hét. Hann smíðaði Jón Rögnvaldsson, tengdafaðir afa
míns, í Víkum, og bar báturinn nafn af bænum. Seinna fékk afi
stóran sexæring, sem Sœfari hét. Hann var einn af þeim skipum,
sem fórust í mikla mannskaðaveðrinu 3. janúar 1887, er fórust
fimm skip frá Skagaströnd með 24 mönnum. Hét hann þá
Sailor. Aldrei mun hann hafa farið af kjölnum, því steinar voru í
honum, en hann rak vestur að Vatnsnesi. Faðir minn fékk þetta
skip seinna og sullaðist mikið á því, og reyndist það hið mesta
happaskip.
Er leið á vor og fiskur gekk, var farið að róa til fiskjar, og þá
gjarnan á minni bát. Aðallega veiddist þorskur og ýsa, steinbít-
ur, lúða og dálítið af skötu. Ekki er mér kunnugt hversu mikið
aflaðist, en ábyggilega var það talsvert. Mest var róið með línu
og handfæri, stundum haukalóð. Allt sumarið var róið öðru
hverju og á haustin. Lúðvík Popp kaupmaður á Sauðárkróki lét
reisa hér fisktökuhús. Þar var fiskurinn saltaður, og lét Popp
sækja fiskinn á kútter sem hann átti og hét Stormfugl.
Um þessar mundir var mikið um franskar skútur hér á
126