Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 129
Gömul lending á Hrauni. Ljósm.: Hjalti Pálsson
miðum. Stundum voru höfð viðskipti við þessi skip, en franskir
sjómenn voru mjög sólgnir í sjóvettlinga úr ull og peisur, en
þeir greiddu með færum, sökkum, önglum og kexi; stundum
reyndar rauðvíni eða koníaki. Annars komu franskir sjómenn
mjög sjaldan í land, nema þegar skip strönduðu. Frönsk skúta
strandaði hér á Þangskála rétt eftir aldamótin, og þá voru
franskir strandmenn hér í viku.1
A sumrin var stunduð silungsveiði frá Hrauni og víst flestum
Skagabæjum, en veiði er hér í hverju vatni. Silungur var mest
etinn nýr, en eitthvað var um, að hann væri hertur. Silungur var
líka veiddur við dorg á vetrum, einkum er staðið var yfir fé. A
veturna var annars unnið að tóskap, ofin voð, tætt hrosshár,
brugðnar gjarðir, fléttuð reipi, dyttað að reiðskap og ýmsu, sem
laga þurfti. Þá var mikið gert að því að saga rekavið. Það var
1 Sjá Ævintýralegt strand eftir sr. Jón Skagan í Skagfirðingabók 2 (Rvík 1967),
bls. 134-140. Endurprentað í Axlaskipti á tunglinu (Rvík 1971), bls. 9-16.
Ritstj.
127