Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 130
SKAGFIRÐINGABÓK
gert með stórviðarsög (tvískeftu) og fór þannig fram, að reist
var virki og spýtum, sem saga átti, velt á það. Var svo annar
maður uppi, en hinn niðri, og drógu þeir sögina á milli sín.
Rekaviður var lagður í hestburði og verðlagður á þann hátt. Eg
veit ekki hvað hestburðurinn var seldur á, en mig minnir eg hafi
heyrt talað um 5 krónur. Nú er mestallur rekaviður unninn í
girðingarstaura, ýmist sagaður með vélsög eða rifinn. Máttar-
viðir í öllum húsum, sem nú eru byggð á Skaga, eru úr rekaviði.
A þessum árum, eða um og eftir aldamót, voru hér um 100
sauðir og að mig minnir nokkuð á annað hundrað ær. Einn
maður var að mestu útgefinn með sauðunum á vetrum. Þeir
voru hafðir við opið og beitt mikið. Staðið var yfir þeim, þegar
vond voru veður, og svo höfðu þeir fjöruna. Yfirleitt var þeim
ekki gefið nema þegar alveg var haglaust. Sauðunum var sleppt
snemma upp í Heiðina, en þeim var smalað til rúnings í sjöundu
til áttundu viku sumars.
Á vorin var fært frá. Voru hafðar 50—60 ær í kvíum, og sat
smali yfir ánum á sumrin, oftast krakki eða unglingur. Aður var
haft í seli. Sel fylgir hér hverjum bæ.
A vorin var tekinn upp mór til eldsneytis. Hann var reiddur á
þurrkvöll í mókrókum. Þá var og brennt rekavið, smávið
(mori). Hrís var rifið til að svíða við svið, annars ekki. Stundum
var gert til kola. Var þá rekaviður kurlaður og settur í grunnar
gryfjur og kveikt í. Þegar kominn var góður eldur í viðinn, var
þakið yfir með blautu torfi. Kafnaði þá eldurinn eftir alllangan
tíma, og þá voru komin kol. Þau voru einkum notuð til
járnsmíða. Enn sjást hér grunnar kolagerðargrafir eða bollar.
Á sumrin var farið með ullina í kaupstað, en hún var þvegin
heima. Fór húsfreyjan þá oftast með. Þá var hennar aðal-
kauptíð. Ullin var flutt á hestum, og til Sauðárkróks var um 13
tíma lestagangur, en til Skagastrandar var verið um 11 tíma, og
þó fljótfarnar yfir Heiðina.
Sláttur hófst venjulega um 12. helgi sumars, og oftast var
byrjað á laugardegi. Túnið var fremur lítið eða gaf af sér 130—
128