Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 132
SKAGFIRÐINGABÓK
og sviðasulta. Þá voru kúttmagar verkaðir og ýmist etnir nýir
eða súrsaðir. Það er bæði hollur og góður matur. Þá kom fyrir á
þessum árum, að hvali rak eða þeir voru rónir í land. Það var
einhverju sinni að sumri til, er fólk var á engjum, að afi minn
gekk norður á hólinn fyrir norðan bæinn, en þangað fór hann
oft til að sjá út á sjóinn, þar sem hugurinn dvaldi jafnan. Þegar
hann er þangað kominn, sér hann að kemur hvalur fyrir Múl-
ann, dauður að sjálfsögðu. Það fór nú heldur að koma ið á karl,
en nú voru góð ráð dýr. Ekkert heima af fólki, nema hann og
roskinn húsmaður, Sigurður að nafni, og kona, sem Jóhanna
hét, skel kölluð, og svo amma mín, Guðbjörg Jónsdóttir, en
hún gat ekki farið vegna fötlunar. Aður hafði hún oft róið og
þótti þá vel á við meðalskussa við róður. Og svo lagði karl á
stað með þau Sigurð og Jóhönnu. Fljótt gekk þeim að ná til
hvalsins, en heldur gekk hægar þegar haldið var heim. Fyrst
ætlaði afi að reyna að ná upp í lendinguna. Þar er ekkert
rekaítak. Ekki tókst karli að lenda þar, því straumur og gola
vildu ráða ferðinni. En eftir mikinn barning komust þau með
hvalinn upp í svonefndar Osvíkur, sem eru um það bil miðja
vegu milli Hrauns og Ásbúða. Þar er rekaítak, og átti Hraun
ekki nema fjórðung, en Höskuldsstaðakirkja annan fjórðung og
Fellskirkja helming. Svo fyrir allt stritið fékk afi ekki nema
fjórðung af hvalnum og eitthvert smáræði fyrir að róa með
hann í land. Fleiri hvali rak ekki á þessum árum. Ekki var hirt
nema spik, rengi, sporður og bægsli. Undanflátta var hirt ef hún
var ekki skemmd. Kjötið, en það er nefnt þvesti, var ekki hirt,
enda oftast skemmt. Hvalurinn var súrsaður, en það sem ekki
var hægt að koma í súr, var grafið í jörð og geymdist þar
ótrúlega vel.
Allt sem fá þurfti úr kaupstað var flutt heim að haustinu og
það svo mikið, að nægði fram á vor. Á haustin var og lógað
sauðum til heimaneyzlu. Mestallir þungaflutningar voru sjó-
leiðis.
Eg hef reynt að lýsa búskaparháttum afa míns hér. Þess ber
130