Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 135
AÐ FLATATUNGU
eftir ÞORBJÖRN KRISTINSSON
VORIÐ 1940 réðst ég vinnumaður til Odds Einarssonar bónda í
Flatatungu, sem þar bjó ásamt konu sinni, Sigríði Gunnarsdótt-
ur frá Keflavík í Hegranesi. Þau áttu fjögur börn, sem öll voru í
föðurhúsum, Einar, Sigurlaugu, Gunnar og Guðrúnu. Segja má
með sanni, að þarna væri nokkurs konar sambýli við foreldra
Odds, Sesselju Sigurðardóttur og Einar Jónsson. Þá voru og á
bænum tvær gamlar konur, Solveig Sigurðardóttir, systir Sess-
elju, og Ingibjörg, sem ég man nú ekki lengur hvers dóttir var.
Þær sváfu í baðstofunni ásamt mér og voru nokkuð nöldur-
samar við mig, en ég lét það allt sem vind um eyru þjóta, vitandi
það, að þær höfðu aðeins gott eitt í huga. Þær vildu aðeins gera
úr mér mann og það sem fyrst. Þegar frá leið, hætti ég alveg að
taka eftir þessu, vandist því eins og hverjum öðrum árnið eða
sjávarsuði.
Þegar hér er komið sögu, var Einar Jónsson búinn að missa
sjónina eða því sem næst, gekk þó að slætti með okkur Oddi,
væri land sæmilega greiðfært. Sótti hann verkið af miklum
ákafa, og var sýnilegt, að hann hafði ekki verið neinn meðal-
maður á sínum yngri árum. Máttum við Oddur gæta þess að
verða ekki fyrir ljánum hjá honum. Einar hafði kindur út af
fyrir sig og fékk hey handa þeim fyrir vinnu sína við hey-
skapinn. Hirti hann þær sjálfur á veturna og fórst það vel úr
hendi.
Einar var mikill ákafamaður að hverju sem hann gekk og
133