Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 136
Oddur Einarsson og Sigrídur Gunnarsdóttir, Flatatungu.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
skapbráður. Fuðraði hann oft upp af litlu tilefni og lét þá allt
fjúka, sem honum flaug í hug, og gerði engan mannamun, en
hann var fljótur að jafna sig og sáttfús. Mér líkaði vel við
þennan gamla mann. Hann var mér ávallt vinveittur og miðlaði
af sínum mikla fróðleik, en hann var víðlesinn gáfumaður. Þeir
feðgar, Oddur og Einar, fylgdu Þjóðverjum að málum í síðari
heimsstyrjöldinni, en slíkt var næsta fátítt í sveitinni. Eg man
eftir, að séra Lárus kom eitt sinn að bænum, og lenti hann í
geysiharðri rimmu við Einar, og lét hvorugur sinn hlut, en þó
skildust þeir í mesta bróðerni. Eitt fyrsta verk mitt þetta vor
var að koma skítnum út úr fjárhúsunum með Oddi bónda.
Hann stakk hnausana, en ég bar til dyra. Var ég orðinn þessu
verki vanur, og nú hafði mér vaxið svo fiskur um hrygg, að ég
tók oft tvo í einu, sinn undir hvorn, eins og kallað er, enda
orðinn því sem næst fullorðinn maður. Sauðataðið var notað til
eldsmatar eins og þá tíðkaðist yfirleitt á bæjum. Hnausarnir
134