Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 139
AÐFLATATUNGU
þetta viljandi, en hrossin fundust ekki fyrr en löngu síðar og
voru þá öll dauð, nema sex, sem öllum varð þó að lóga utan
einu trippi, er tókst að bjarga. Það þarf ekki mikið ímyndunar-
afl til að hugsa sér hvílíkar þjáningar þessar blessaðar skepnur
höfðu liðið, sumar lemstraðar eftir hrapið niður í skálina, en
kannski hefur hungrið þó verið einna sárast. Eg fer ekki nánar
út í þennan atburð hér. Um hann hefur mikið verið skrafað og
skrifað.1 En það er af ferð okkar að segja, að Trippaskál fundum
við aldrei með vissu, enda voru nokkrar fannir til fjalla og hafa
kannski hulið skinin bein, sem þar á þó enn að vera hægt að sjá,
þótt nú sé liðið á aðra öld frá atburðinum.
Eftir þessa árangurslausu leit að skálinni, röltum við niður
heiðina til hesta okkar, sem þar biðu. I för með Leifa var
hundur einn mikill, Kári að nafni, sem brátt kemur við sögu
þessa. Við höfðum ekki langt farið á hestum okkar, þegar við
riðum fram á tófu, og nú tók Kári aldeilis við sér. Tófan hraktist
undan honum og okkur Leifa og Halldóri niður að ánni. Par
tókst okkur að síðustu að króa hana af á eyrarodda, en svo vel
vildi til, að Leifi var með tóman strigapoka meðferðis, og
slengdi hann nú pokanum yfir tófuna og greip hana í fangið. Því
næst stungum við henni niður í pokann og héldum til byggða
ánægðir með veiði okkar. Fórum við nú á fund Jóhannesar á
Silfrastöðum og sýndum honum dýrið. Hjörleifur hafði hana
svo heima nokkurn tíma, en síðan var hún seld refabúi vestur í
Húnaþingi fyrir 35 krónur. Fénu skiptum við þannig, að við
Halldór fengum 10 krónur hvor, en Leifi 15 krónur. Þó var ég
ekki fyllilega ánægður. Hvers vegna var ég að svipta þetta unga
dýr frelsi sínu? Hvað hafði það til saka unnið? Hafði það ekki
sama rétt til lífsins og ég? Innra með mér óskaði ég þess, að
tófan væri aftur komin norður á Hörgárdalsheiði.
1 Sjá t.d. Hrossadrápið á Hörgárdalsheiði eftir Stefán Vagnsson; Úr fórum
Stefáns Vagnssonar á Hjaltastöðum, bls. 13—23. Hannes Pétursson valdi
efnið og bjó til prentunar. Rvík 1976.
137