Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 141
AÐ FLATATUNGU
hann átti, en ég hélt í hornið á hrútnum. Síðan reið skotið af, en
ég sleppti takinu, taldi að hrúturinn dytti dauður niður, en svo
varð ekki. Hljóp hann í spretti brott frá vígvellinum, okkur til
mikillar furðu. Töldum við vísast, að hann myndi helsærður og
hugðumst handsama hann hið fyrsta, en gekk það brösulega.
Að síðustu náðum við honum á girðingu. Við nánari athugun
kom í ljós, að skotið hafði hlaupið í hornagarð hrútsins og
myndað þar alldjúpa holu. Leiddum við nú hrútinn aftur á
aftökustaðinn, og Oddur hlóð byssu sína að nýju. Eg sagði
honum, að nú skyldi hann skjóta neðar. Hann játaði því, en bað
mig þó að sleppa honum ekki fyrr en hann væri fallinn til
jarðar. Eg hét því og skotið reið af, en svo fast var takið, að ég
fylgdi hrútnum eftir í fallinu. Ekki veit ég, hvernig Oddi hefur
litizt á blikuna, en hér var ég einungis að rækja skyldur mínar
við húsbóndann. Svona getur harmleikur stundum breyzt í
næsta spaugilegt atvik.
Eg ætla nú að segja frá einni ferð, sem við fórum með sláturfé
til Akureyrar. Það var heitur rigningardagur. Oddur fylgdi
okkur norður á Oxnadalsheiði, og fórum við allir ríðandi.
Egilsá og Króká voru nokkuð erfiðir farartálmar, því að þær
voru í vexti. Þó komumst við klakklaust með féð yfir þær.
Þegar kom alllangt norður á heiðina, sneri Oddur við, tók
hestana okkar með sér, og þar með vorum við orðnir gangandi.
Bílaumferðin olli verulegum erfiðleikum og tafði okkur mikið.
Rigningin hélzt óslitið allt til kvölds, en þá náðum við, holdvot-
ir, að Hálsi í Öxnadal og fengum þar hinn bezta beina. Erfiður
dagur var að baki og við hvíldinni fegnir. Um nóttina voru föt
okkar þurrkuð. Daginn eftir var komið hið fegursta veður, en
bílaumferðin fór vaxandi, eftir því sem nær dró Akureyri. Nú
höfðum við aðeins skamma dagleið, gistum að Steðja á Þela-
mörk og vorum tiltölulega vel á okkur komnir. Næsta morgun
var komið hríðarveður, land allt snævi þakið, en áfram urðum
við að halda og komumst loks til Akureyrar að kvöldi þriðja
dags ferðarinnar, kaldir og hraktir. Okkar síðasta verk var að
139