Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 144
FYRSTA LANGFERÐIN AÐ HEIMAN
eftir GUÐMUND ÓLAFSSON frá Ási
Jörðin Ás í Hegranesi hefir verið í ábúð sömu ættar full 240 ár.
Árið 1743 sat jörðina maður sá, er Jón hét Björnsson, en ekki er
vitað, hvenær hann hóf þar búskap; gæti hafa verið 1735 eða litlu
síðar. Ás var eign Hólastóls og seld ásamt öðrum jörðum stólsins í
Skagafirði árið 1802. Kaupendur voru Björn Jónsson og Pétur
sonur hans. Niðjar þeirra hafa búið á jörðinni síðan — og átt.
Guðmundur Olafsson fæddist 10. júní 1863. Foreldrar hans voru
Ólafur Sigurðsson, Péturssonar þess, er jörðina keypti, og Sigur-
laug Gunnarsdóttir bónda á Skíðastöðum. Þau eignuðust tíu börn,
fimm náðu fullorðinsaldri, og var Guðmundur næstyngstur þeirra.
Á síðari hluta 19. aldar var Ásheimilið eitt hið kunnasta í
Skagafirði, sér í lagi fyrir allt sem að framförum vissi. I því voru þau
Olafur og Sigurlaug samvalin. Þeim var mjög umhugað að efla
menntun, einkum verkþekkingu almennt, sem fremur var lítil
meðal Skagfirðinga eins og annarra landsmanna á þeim tíma. Allir
bræður Guðmundar menntuðust. Sigurður lærði járnsmíði, Gunn-
ar vefnað, og Björn varð augnlæknir. Guðmundur fór ekki til náms,
utan þá ferð til Siglufjarðar, sem hér segir frá. Hann fór ekki í
Hólaskóla, var þó tæpt tvítugur, er skólinn var stofnaður. Sjálfsagt
hefir Ólafur ætlað Guðmundi að taka við búi eftir sinn dag. Bræður
hans voru farnir eða á förum, Gunnar síðastur árið 1883. Olafur var
þá kominn yfir sextugt og líklega þótt erfitt að sitja jörðina einn í
því árferði, sem þá var hér á landi. Ekki má heldur gleyma því, að
óvíða í Skagafirði var betur búið en í Ási og e.t.v. þótt lítið til Hóla
að sækja þessi frumbýlingsár skólans.
Guðmundur hóf búskap 1891, fyrst með föður sínum. Síðan
hefur lengst af verið tvíbýli í Ási, og svo er nú. Auk búsýslu
stundaði Guðmundur veiðiskap af kappi, bæði til sjós og lands. Til
Drangeyjar sótti hann mörg vor, var sigmaður um skeið. Vefnaður
142